Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 15
eins og hinir, selja kvótann og gerast sægreifi. Þetta er því miður að gerast hringinn í kringum landið og það eru forréttindi örfárra aðila að fá að sækja fiskinn í sjóinn. Ofan í kaupið eru svo frystitogararnir að nýta hráefnið illa og þeir henda meirihlutanum af fisk- inum í sjóinn en hirða aðeins besta hlutann. Hjá okkur erum við hins veg- ar að nýta hausa, afskurð og yfir höfuð allt sem hægt er að nýta. Ég gæti trúað að í vinnslunni hjá mér færi í gegn álíka magn og hjá einum frystitogara yfir árið en munurinn er sá að við veitum þrisvar sinnum fleira fólki vinnu en frystitogari gerir," segir Jón. Væri skynsamlegast að kaupa frystitogara eins og hinir Jón segist ekki sjá í fljótu bragði hvernig unnt verði að snúa frá því kvótakerfi sem er við lýði og er and- stætt hans skoðunum. „Kannski er skynsamlegasta leiðin mín að taka þessa starfsemi mína í landi og útgerðina og sameina þetta allt í einu frystiskipi - spila þannig með kerfinu eins og hinir. Ef stjórn- völd setja leikreglurnar þannig að ein- hver ákveðinn hópur standi alltaf skrefinu framan en aðrir þá hljóta allir að leita inn í þennan sama farveg. Það er greinilegt að stjórnvöld leika þenn- an leik og frystitogurunum fjölgar sí- fellt á kostnað landvinnslunnar. Mér finnst líka óeðlilegt að nú við aldamót sé ennþá allur réttur miðaður við árið 1983 en þeir sem hafa t.d. leigt kvóta og verið sannanlega í út- gerð síðustu fimm árin hafa ekki unn- ið sér neinn rétt. Þarna er augljóslega á ferðinni ósanngjarnt kerfi sem hlýtur að þurfa að breita, fyrr eða síðar," segir Jón. Gengur vel að fá vinnuafl í Reykjavík Hjá Fiskkaupum vinna um 30 manns við fiskvinnslu en í heild um 80 manns hjá fyrirtækjum Jóns Ásbjörns- sonar. Bátar Fiskkaupa eru tveir, 200 Jðn Asbjömsson, fískverkandi, við Reykjavíkurliöfn þar sem hann hefur rekið saltfisk- verkun sína um árabil. Fyrirtœki hans hefur keypt hráefhi á fiskmörkuðum en hefur sótt í sig veðrið í útgerð enda reynslan sú að verð á mörkuðum er ofhátt til að vinnslan geti borið sig með því hráefni einu sanum. tonna báturinn Kristrún og 30 tonna bátur sem fyrirtækið keypti nýlega frá Árskógssandi og mun fá nafnið Ásrún. Stærri báturinn landar yfirleitt beint í vinnsluna í Reykjavík en Jón segir hinn bátinn oftast landa í Þorlákshöfn og síðan er aflanum ekið til höfuð- borgarinnar til vinnslu. Aðspurður um samkeppni fisk- vinnslu í Reykjavík við aðrar atvinnu- greinar um vinnuaflið segir Jón að reyndin sé sú að sé stór hluti hans starfsfólks komi erlendis frá, gjarnan fólk sem búsett hefur verið um nokk- urt skeið hér á landi. „Hvað launin varðar þá held ég að hér í Reykjavík séu ekki greidd hærri laun í fiskvinnslu en í sömu grein úti á landi. Ég hef ekki verið í neinum vandræðum með að fá fólk til vinnu og get því auðveldlega fjölgað þegar ástæða er til og fækkað þegar þannig árar. En ég kvarta ekki, vinnsla og útgerð ganga ágætlega og skilaði samstæðan hagnaði á síðasta ári og þá er ekki ástæða til annars en bjartsýni," segir Jón Ásbjörnsson, fiskverkandi. ÆCiin 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.