Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 10
Ástæðan fyrir því að verkefnið fór af stað í ársbyrjun 1997 var einmitt sú að Marel hf. þótti sem þau kvoðu- hreinsiefni sem notuð eru í fisk- vinnslu hefðu óeðlilega mikil áhrif á slit á vélbúnaði í fiskvinnslu og leitaði fyrirtækið því til Friggjar um samstarf í þróun á nýju efni sem færi betur með vélarnar. Indriði Björnsson, efnafræðingur og þróunar- og gæðastjóri Friggjar, segir það hafa verið þekkt vandamál að færibandareimar hafi viljað styttast með tímanum og slitna hratt. Ástæða þess sé kvoðuhreinsiefni sem hafi áhrif á reimarnar. Með nýja efninu hafi verið haft að leiðarljósi að þróa efni með lágmarks áhrifum á eðlis- og efnafræðilega uppbyggingu færi- bandareima en jafnframt að uppfylla kröfur markaðarins um hreinsihæfni. „Niðurstaðan af verkefninu var Indriöi Bjömsson, þróunar- og gceðastjóri Friggjar hf. með nýja kvoðuhreinsiefnið sem er afurð rannsóknarverkefhis sem fyrirtœkið vann að, ásamt Marel hf. 10 AGIR fái meðmæli frá Marel til notenda á Marel-tækjabúnaði. „Þeir hjá Marel mælast til þess við sína viðskiptavini að nota efnið vegna þess einfaldlega að tækin slitna minna en annars væri ef notuð eru önnur kvoðuhreinsiefni. Kostnaðurinn við viðhald verður einfaldlega minni og tækin endast lengur," segir Indriði. Hann segir að efnið verði reynt í kjötiðnaði hér á landi og aðspurður um erlenda markaði segir Indriði að á sjávarútvegssýningunni í Brussel í apr- íl síðastliðnum var efnið kynnt fyrir erlendum umboðsmönnum Marels, auk almennrar kynningar. „Markaðsstarfið mun engu að síður taka nokkurn tíma og jafnvel þó nið- urstöður af rannsóknum sýni ótvíræða kosti efnisins þá tekur langan tíma að vinna því fótfestu á markaðnum. En ein besta viðurkenning sem við getum fengið á efnið er að Marel mælir með því við sína viðskiptamenn og það hjálpar okkur í markaðsvinnunni," segir Indriði Björnsson. Sápugerðin Frigg hf.: Umhverfisvænt kvoðuhreinsiefni þróað í samstarfi við Marel TJRIMA fipó er nýtt og umltverfis- JT vænt kvoðuhreinsiefni sem Frigg hf. í Garðabœ hefur sett á markað hér innanlands og er afrakstur rann- sóktiarverkefnis Friggjar og Marels hf. sem stutt var af Rannsóknarráði ís- lands. Efnið er œtlað til þvotta á vél- búnaði í fisk- og kjötiðnaði og hefur þann eiginleika hafa minni áhrifá þann vélbúnað sem notaður er í vinnslunum en standast um leið all- ar kröfur sem gerðar eru um hrein- lœti í iðnaðinum. Rannsóknarverk- efnið skiptist niður í fjóra hluta og voru þrír þeirra unnir á rannsóknar- stofu Friggjar en eitin hjá Iðntœkni- stofnun. markverð og út úr því kom nýtt efni með góða þrifaeiginleika og sem greinilega hefur mun minni áhrif á færibandareimarnar en önnur hreinsi- efni. Síðan í október síðastliðnum hafa svo staðið yfir framhaldsrannsóknir í Granda og þar hafa verið gerðar ítar- legar úttektir á þrifaeiginleikum með stöðugum örverumælingum. Þær út- tektir sýna að efnið hreinsar mjög vel fitu, prótein og önnur óhreinindi, jafnframt því sem tæringaráhrifin á yf- irborðsfleti, s.s. stál, ál og ljósaplast eru hverfandi lítil," segir Indriði. Indriði segir að nýja FRIMA-efnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.