Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 31

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI Túristar í hvalaleit Hvalaskoðun er nú orðinn einn vinsælasti hluti íslenkrar ferðamennsku og fer sífellt vaxandi. Áhuginn kviknaði fyrir fimm árum, eða árið 1995, og þá fóru 2.200 manns í hvalaskoðunarferðir á landinu og síðan hefur þessi fjöldi stóraukist á ári hverju. Næsta ár á eftir, 1996, fóru 9.500 manns í ferðir af þessum toga, árið 1997 fór talan í 20.540 og síðastliðið ár fóru 30.330 manns í hvalaskoðunarferðir. Beinar tekjur hvalaskoðunarfyrirtækja, flugfélaga, hópferðabíla, veitingahúsa og annarra sem að þessum ferðum komu á síðasta ári, eru taldar hafa numið 456 milljónum króna og gert er ráð fyrir að heildartekjur þjóðarbúsins af hvalaskoð- unarferðamennsku hafi verið um það bil 7-800 milljónir. Erlendir ferðamenn eru stór hluti gesta í hvalaskoðunarferðum en áhugi íslendinga fer einnig vaxandi. Hægt er að komast í ferðir frá ýmsum stöðum á landinu, svo sem Húsavík, Dalvík, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum. Norðursigling á Húsavík bætir við þriðja bátnum í hvalaskoðunina: r „Ahuginn á hinni villtu náttúru er sívaxandi í heiminum“ segir Hörður Sigurbjarnarson, framkvœmdastjóri ~\Jú ergengið ígarð fimmta suittar- 1 \ ið sem fyrirtœkið Norðursigling á Húsavík býður upp á hvalaskoðunar- ferðir fyrir ferðamenn og hefur ttýlega bœtt við þriðja bátnum, Náttfara, til þessa verkefnis. Þetta ergamall eikar- bátur sem hefur verið gerður upp og er hann talsvert stœrri en hinir tveir, Knörrinn og Haukur, sem fyrir voru. Hörður Sigurbjarnarson er frattt- kvœmdastjóri Norðursiglingar og segir hattn hvalaskoðunarferðirnar mjög vinsœlar og vaxandi áltugi hjá fólki að skoða villta náttúru og búsvœði dýra víðsvegar í heiminum og það skipti miklu máli í markaðssetningu á landinu. „Við erum svo heppin að geta státað af villtri náttúru og hér á Skjálfandan- um eru aðstæður mjög góðar og með þeim betri í heiminum til hvalaskoð- unar. Við þurfum ekki annað en fara Hörður Sigurbjantarson, framkvœmda- stjóri Norðursiglingar. rétt út úr höfninni til að komast í fjöl- skrúðugt fuglalíf meðfram auðri ströndinni og höfum í leiðinni góða fjallasýn. Svo líður yfirleitt ekki nema hálftími þar til fer að sjást í hvali og það gerist í 98-99 prósent tilvika," segir Hörður og bætir við að í skoðunarferð- unum sjáist margar hvalategundir, s.s. NGHR 31 Hafþór Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.