Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI Grásleppuvertíðin: Dæmi um verð undir 40 þúsund krónum fyrir hrognatunnuna Orn Pálsson, framkvœmdastjórí Landssambands smábátaeig- enda, segir horfumar fyrir nœstu grá- sleppuvertíð ekki alltofbjartar, sér í lagi efveiðin í heiminum fari yfir 25.000 tunnur í ár. Að líkindum verð- ur veiðin innan við 5.000 tunnur hér á landi á vertíðinni sem er að Ijúka. „Það voru margir sem fóru að þeim tilmælum okkar að róa ekki í ár og selja ekki á verði undir 41.000 krónum fyrir tunnuna af hrognum. Samt sem áður höfum við upplýsingar um að einstöku tilfellum hafi menn selt hrogn fyrir neðan þetta verð og það er að mínu mati slæmt fyrir framhaldið. Hitt er annað að auvitað er skiljanlegt að menn freistist til að selja þó að verðið sé lágt enda standa margir grá- sleppukarlanna frammi fyrir mikilli sóknarskerðingu í annan afla og þurfa að skapa sér tekjur til að mæta þeirri skerðingu," segir Örn. Nú líður að því að í ljós komi hver grásleppuveiðin verður á helstu veiði- svæðum í heiminum og segir Örn að ef heildarveiðin fari ekki yfir 25.000 tunnur þá geti verð þokast á nýjan leik upp á við. Verði veiðin á hinn bóginn mun meiri þá sé það ávísun á lágt verð á næstu vertíð og áframhaldandi sam- drátt hjá grásleppukörlum. REVTINGUR Eftirlit með aðstoð gervihnatta Gervihnettirnir fylgjast nú með veiðum norska rækjuflotans á Flæmska hattinum. I sumar verður einnig fylgst í tilraunaskyni með 40 fiskiskipum sem veiða á ES svæðinu og ætlunin er að fljótlega verði fylgst þannig með öllum skipunr sem veiða í norskri lögsögu. Við eftirlitið verða gervihnettirn- ir Inmarsat-C eða Argos notaðir. Um það bil 150 norsk skip hafa nú búnað til gervihnattaeftirlits sem kostar um 940 þúsund ISK í hvert skip. Ætlað er að þetta eftirlit stuðli að því að farið verði eftir lögum sem gilda um fiskveiðar en viður- lögum vegna brota verður þó ekki beitt við skip sem taka þátt í til- rauninni í sumar. Einnig er hér um alsjálfvirkt öryggiseftirlit að ræða. Tilraunir hófust 1. júní síðastlið- inn en eftirlitið hefst formlega 1. janúar árið 2000. Astæða er til að ætla að gervi- hnattaeftirlitið sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Rafeindaveiði- dagbók gæti orðið næsta skref því að með þeirri upplýsingatækni sem nú þegar er tiltæk geta starfsmenn eftirlitsins í landi séð hversu mikið er í trollinu hverju sinni. (Fiskaren) ÁGJR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.