Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 13
kvótaár. Hér er átt við aflamark en krókabátar höfðu aftur á móti um 6,4% af heildinni umrætt kvótaár. Ef aftur er litið til yfirstandandi árs má sjá að hlutdeildin í aflamarki er komin niður í 7,23% á meðan að krókabátarnir halda nokkurn veginn sínu. Hér munar um 3000 þorskígildis- tonnum en rétt er að hafa í huga að skýringar kunna að liggja í niðurskurði á aflaheimildum í tegundum sem vega þungt í kvóta höfuðborgarinnar. Til að mynda hefur kvóti í rækju minnkað og kemur greinilega fram hjá hinum stóri rækjuútgerðum í Reykjavík, þ.e. út- gerðum Péturs Jónssonar RE og Helgu RE. Þrátt fyrir þetta virðist sem Reykja- vík láti heldur undan í kvótakapp- hlaupinu við aðra staði á landinu en verður samt sem áður að teljast til stærri útgerðar- og fiskvinnslustaða landsins. Smábátaútgerð í Reykjavík: Um þriðjungur smábátakarla rær frá heimahöfninni Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda eru skráðir 135 félagar með búsetu í Reykjavík. Á hinn bóginn rær aðeins um þriðjungur þeirra frá Reykjavík. Stærstur hlutinn rær frá höfnum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, svo og frá höfnum á Suðurnesjum. Þeir sem sækja í Faxaflóann eru flestir á línu og netum en Flóinn hefur aldrei verið öflugt handfæraveiðisvæði. Afli smábátamanna sem róa frá Reykjavík er fyrst og fremst seldur í gegnum Faxamarkaðinn. Túnfiskskipin eru tíðir gestir Á síðustu árum hafa japanskir túnfiskveiðimenn orðið æ tíðari gestir í Reykjavíkurhöfn, enda virð- ist sem túnfiskur veiðist syðst í land- helginni stóran hluta ársins. Tekjur af japönsku túnfiskveiðiskipunum eru þó ekki mjög miklar þar sem skipin hafa aðeins viðdvöl hér en landa ekki afla sínum. AGIR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.