Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 33

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Knörrinti er fyrsti báturinn sem Norður- sigling hóf að gera út til hvalaskoðunar- ferða. Haukur er gott dœmi um hvemig Norður- sigling hefúr lagt sitt lóð á vogarskálar til bjargar gömlum eikarbátum. Náttfari var tekinn í notkun hjá Norður- siglingu fyrir fáeinum vikum. í lest bátsins hefur verið innréttaður vistlegur veitinga- salur Hörður segist bjartsýnn á framtíðina og býst við aukinni aðsókn ferða- manna í sumar. „Það er mjög mikilvægt að nýta öll tækifæri í atvinnulífinu á Norðurlandi og það teljum við okkur vera að gera. Það sé ástæðan fyrir hraðri uppbygg- ingu hjá Norðursiglingu," segir Hörður Sigurbjarnarson. Eyjaferðir í Stykkishólmi bjóða upp á hvalaskoðunarferðir: Miklar líkur á að sjá steypireyð út af Snæfellsnesinu - segir Svanborg Siggeirsdóttir, framkvœmdastjóri Eyjaferða Eyjaferðir í Stykkishólmi hafa boðið upp á hvalaskoðunarferðir síðustu tvö árin og eru ferðir þegar hafnar í sumar. Farið er frá Ólafsvík daglega og boðið er upp á bæði stuttar ferðir til að sjá smáhveli og einnig fimm til sjö tíma siglingar til stórhvalaskoðunar sem hafa gefið góða raun, að sögn Svanborgar Siggeirs- dóttur, framkvæmdastjóra Eyjaferða. Svæðið út af Snæfellsnesinu er, að sögn Svanborgar, eina stórhvalasvæði í Evrópu og venjulega eru hvalirnir nokkuð langt undan en þegar á líður sumarið færa þeir sig upp undir Snæfeilsnesið og getur fólk verið nokkuð öruggt um að sjá stærsta dýr jarðarinnar, steypireyð, á þessum tíma árs. í styttri ferðunum eru líka miklar líkur á að sjáist til minni tegunda svo sem höfrunga, háhyrninga og hnísa. Samkvæmt dagbók Eyjaferða árið 1998 eru Iíkurnar á að sjá hinar ýmsu tegundir f hverri ferð miklar. Líkur á að sjá steypireyð eru 93%, hnúfubak og höfrung 63%, hrefnu 48%, langreyð 7% og líkur á að sjá hnísu og grindhvali eru 4% í hverri ferð. Svanborg segir að tilraun hafi verið gerð með hvalaskoðunarferðir hjá fyrirtækinu fyrir þremur árum jafnhliða náttúruskoðunarferðum sem Eyjaferðir hafa boðið upp á í mörg ár. Fyrirtækið hafi svo verið að þróa þessar ferðir og hafi aflað sér upplýsinga um hvalaslóðir og hátterni hvala í nágrenninu. „I dag fer áhugi fólks sívaxandi eins og annars staðar í heiminum og ferðirnar eru oft pantaðar fyrirfram erlendis frá og margt af því fólki kemur eingöngu til fslands í þeim tilgangi að fara í hvala- og fuglaskoðunarferðir. Það þræðir staðina á landinu sem bjóða upp á þessa þjónustu og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að bjóða vandaðar ferðir. Við vorum með kynningu á Vestnorden-kaupstefnunni og þar fundum við fyrir miklum áhuga á hvalaskoðun og við fengum margar pantanir inn þar á staðnum og erum bjartsýn á aðsókn í ferðirnar,“ segir Svanborg Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri Eyjaferða í Stykkishólmi. ÆGIR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.