Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 34

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 34
Jón Þ. Þór, sagnfrœðingur: Skútuöld r á Islandi - lokagrein s Í nokkrum undanfómum tölublöð- um hefur verið sagt frá þilskipaút- gerð fslendinga á 19. öld ogfyrsta fjórðungi 20. aldar. Áður en skilið er við efnið, er ekki úr vegi að rifja upp nokkra meginþœtti þess og freista þess að greina nokkur megineinkenni skútualdarinnar. Aðdragandi skútualdar á íslandi var býsna langur. Hann má rekja allt aftur til skrifa manna á ofanverðri 17. öld og fyrri hluta 18. aldar. Þeir litu allir til veiða útlendinga á íslandsmiðum og voru allir sammála um þörf þess að efla og endurnýja íslensk- an sjávarútveg. Það töldu þeir að yrði best gert með stofnun kaup- staða og útgerð þilskipa. Útgerð Innréttinganna í Reykjavík var beint framhald af skrifum þessara manna. Hún varð að sönnu endaslepp, en hlýtur engu að síð- ur að teljast merkur atburður í útgerð- arsögunni, þótt því verði vart haldið fram með rökum að hún marki upp- haf skútualdar hér á landi. Útgerð Konungsverslunarinnar síð- ari markaði ákveðin þáttaskil í sögu fiskiskipaútgerðar hér á landi. Hún stóð að vísu stutt og virðist að hafa gengið illa að flestu leyti. Engu að síð- ur bendir margt til þess, að þessi til- raun hafi ýtt við íslendingum og opn- að augu þeirra fyrir þeim möguleikum, sem fólust í þilskipaútgerð. Með af- námi einokunarverslunarinnar buðust ný tækifæri til verslunar við önnur lönd og þá var þess skammt að bíða, að fram á sviðið kæmu íslenskir kaup- menn, sem eignuðust þilskip, er þeir héldu til fiskveiða og notuðu að ein- hverju leyti til flutninga. Þegar litið er á sögu skútualdar á ís- landi kemur í ljós, að með miklum rétti má skipta henni í þrjú megin- skeið: tímabil frumherjanna, frá því um aldamótin 1800 og fram um 1830, hákarlatímann frá því um 1830 og fram um 1880, og loks þorskveiðitím- ann frá lokum hákarlatímans og til loka skútualdar. Skilin á milli þessara þriggja meginskeiða eru þó engan veg- inn glögg og á tímann frá því um 1750 og fram um aldamótin 1800 ber þá að líta sem aðdraganda eða viðbún- aðarskeið. Á fyrsta tímabilinu var þilskipaút- gerðin bundin við Suðvestur- og Vest- urland og flest skipanna voru í eigu kaupmanna, þótt bændaútgerð hæfist við sunnanverðan Faxaflóa þegar á öndverðri 19. öld og stæði með all- nokkrum blóma allt fram um 1850. Voru kaupmenn og umsvifamestir út- gerðarmenn þilskipa á svæðinu frá Reykjanesi og allt vestur að ísafjarðar- djúpi alla skútuöldina og rekstur ým- issa stórverslana, sem upp risu á þessu tímabili, byggðist öðru fremur á þil- skipaútgerð. Þar er Ásgeirsverslun á ísafirði skýrasta dæmið. Verslunin var stofnuð um miðbik 19. aldar, í þann mund er þilskipaútgerðin á ísafirði var að hefjast úr nokkurri lægð, sem hún lenti í eftir skyndilegt andlát Jens Benedictsen. henni lauk undir árslok 1918, en þá var skammt til loka skútu- aldar. Fram undir 1830 voru skipin gerð út jöfnum höndum til þorsk- og hákarlaveiða, en þá urðu hákarlaveiðarnar arðsam- ari og voru þær undirstaða út- gerðarinnar næstu fjóra til fimm áratugina. Réðu aðstæð- ur á erlendum mörkuðum, mikil eftirspurn eftir lýsi sem ljósmeti, mestu um þennan gang mála. Vestfirsku og sunnlensku þilskipin stunduðu jafnan nokkrar þorskveiðar samhliða hákarlaveiðunum, en um miðbik hákarlatímans hófst þilskipa- útgerð á Norðurlandi, einkum við Eyjafjörð, og var hún að ýmsu leyti frábrugðin útgerðinni sunnanlands og vestan. Fram undir 1880 voru norð- lensku þilskipin nánast undantekning- arlaust í eigu bænda og stunduðu nær eingöngu hákarlaveiðar. Hákarlaveiðarnar eru stórmerkur þáttur í íslenskri útgerðarsögu og ýmis rök mætti færa fyrir þeirri skoðun, að Skútur gerðar út vegna þarfar íslendinga fyrir endurnýjun á íslenskum sjávarútvegi. 34 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.