Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 29

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 29
Bók verður til Utgáfa bókar á borð við Sjó- mannaalman- akið er ekkert áhlaapaverk og koma fjölmarg- ir að vinnslu þess á hverju ári. Má raunar segja að á bak við Sjómannaalmanak Fiskifélagsins, sem nú kemur út í 75. sinn, liggi vinna kynslóðanna og því langsótt að draga þar fram einstök nöfn. Hin síðari árin hefur bókinni verið ritstýrt af Athygli ehf. í Reykjavík og aðilar þaðan notið aðstoðar starfsmanna Fiskifélags Islands við það verk. Fleiri koma þó að vinnslu Sjómannaalmanaksins, m.a. starfsfólk Markfells ehf., sem annast sölu auglýsinga, starfsmenn Ritu ehf., sem hanna bókina og brjóta hana um, og síðast en ekki síst prentarar í Odda en þar hefur prentvinnslan verið undanfarin ár. Þá eru ótaldir ýmsir höfundar að einstökum köflum og tugir Ijósmyndara sem hafa lagt til myndir í þetta veglega rit. ANDSSAMBAND SLfNSKRA SMABÁTAEIGENDA FFSI SJÓMANNASAMBAND (SLANDS Vélstjórafélag íslands LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Samtök Fiskvinnslustöðva Aðgengilegra almanak I Sjómannaalmanakinu 2000 er köflum fjölgað og allar skýringamyndir og teikn- ingar endurgerðar út frá nýjustu tækni. Meðal annars verður í bókinni að finna nýjan kafla um Fiskifélag Islands og bakhjarla þess og nýja kafla um siglingar, veðurfar, fjarskipti og veiðar við Island. Auk þess verður bryddað upp á ýmsum nýjungum í efni sem eiga eftir að koma skemmtilega á óvart. I íslenskri skipa- og hafnaskrá, sem fylgir með Sjómannaalmanakinu, eru gerðarýmsar endurbætur. Birtar eru grunnupplýsingar um allar hafnir á landinu, götukort og Ijósmyndir af við- komandi sveitarfélagi fylgja með, auk ýmis konar fróðleiks um téða staði. Skipa- og hafnaskráin: Kvótinn fylgir með Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita sitthvað um íslenska fiskveiðiflotann hefur Skipa- og hafna- skrá Sjómannaalmanaksins algera sérstöðu. Auk grunnupplýsinga um öll íslensk þilfarsskip er þar að finna nákvæmt yfirlit yfir úthlutaðan kvóta þeirra næsta fiskveiðiár. £r kvótanum skipt í 12 flokka: þorskur, ýsa, ufsi, karfi, steinbítur, grálúða, síld, loðna, rækja, humar og skel, annað (aðrar tegundir) og loks þorskígildi með jöfnunarúthlutun. Þá má og finna í Sjómannaalmanakinu skrá yfir sérleyfi á skipsnöfnum en í henni er hægt að fletta og ganga úr skugga um að fyrirhugað nafn sé „laust" ef nefna á nýtt skip. VERKAMANNASAMBAND ÍSLANDS Sjómannaalmanak sjávarutvegsins! Eitt aðalmarkmið Fiskifélags Islands hefur frá upphafi verið að efla hag greinarinnar og stuðla að framförum í íslenskum sjávarútvegi. Félagið hefur leitast við að aðlaga skipulag sitt að aðstæðum á hverjum tíma. A síðastliðnu ári var skipulagi félagsins breytt verulega og er félagið nú í raun regnhlífasamtök og samstarfsvettvangur hags- munasamtaka innan íslensks sjávarútvegs. Útgáfa Sjómannaalmanaksins er mikilvæg fyrir starfsemi Fiskifélags Islands og einn af þeim þáttum sem gera félaginu kleift að sinna sínu hlutverki. Með því að kaupa Sjómannaalmanak Fiskifélags Islands eru því félagsmenn Farmanna- og fiskimannasambands Islands, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Landssambands smábáta- eigenda, Samtaka fiskvinnslustöðva, Sjómannasambands Islands, Verkamannasambands Islands og Vélstjórafél- ags íslands að stuðla að sínum eigin hagsmunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.