Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
á björgunarbúnaðinn. Stefnan var svo
tekin inn fyrir eyjar þar sem vitjað var
um krabbagildru. Heldur var nú aflinn
rýr, aðeins einn krabbi hafði villst af
leið og í gildruna en krakkarnir voru
samt áhugasöm og skoðuðu veiðina í
bak og fyrir og veiðarfærið líka.
Nú var siglt aðeins lengra og nem-
endurnir skoðuðu sig um í skipinu. Að
því búnu fóru allir upp á dekk því nú
var komið að því að setja út trollið.
Þeirri athöfn fylgir mikill hávaði þegar
keðjur og kúlur úr járni skrölta útbyrð-
is. Þetta umstang vakti óskipta athygli
og nú vitum við landkrabbarnir af
hverju heyrnarhlífar eru notaðar til
sjós.
Á meðan togað var fóru allir niður í
sal að skoða myndband um togveiðar
og hafrannsóknir, afar fróðlegan og vel
gerðan þátt. Fiski-
fræðingurinn, sem
er verkefnisstjóri
um borð og heitir
Þór Ásgeirsson,
fræddi nemendur
um það sem fyrir
augu bar og þau
spurðu ýmissa
spurninga og fengu
greið svör og ræddu
um þetta fram og
aftur.
Aftur drifu sig all-
ir upp á dekk því nú
var komið að því
sem er mest spenn-
andi, að hífa inn
trollið og nú var
spennandi að sjá
hvort eitthvað hafi
fengist. Eftirvænt-
ing barnanna lá í
loftinu, það var góður slatti í pokan-
um. Innihaldinu var sturtað úr pokan-
um og niður í fiskimóttöku á neðra þil-
fari þar sem gert var að aflanum á
landstíminu.
Næst var tekið til við handfærarúll-
urnar og krakkarnir röðuðu sér á þær
tvö og tvö á hverja rúllu og voru fljót
að læra réttu handtökin. Einn strákur
var svo forsjáll að taka með sér veiði-
stöng. Múkkinn raðaði sér í hálfhring
skammt undan og vonaðist greinilega
eftir bita, því miður, sá guli gaf sig ekki
þrátt fyrir mikið puð og væntingar en
reynt var góða stund.
Nú var haldið niður og í aðgerð.
Unglingarnir sem voru afar líflegir og
áhugasamir settu á sig svuntur og
fengu gúmmíhanska og svo hófst
fræðslan. Fiskifræðingurinn frá Hafró
tók heljarstóran steinbít og kynnti
hann fyrir áhorfendum og ákveðið var
að kryfja fiskinn. Þar kom ýmislegt
fróðlegt i ljós, t.d. kvarnir og heili, að
vísu ekki stór, og svo var innihald
magans skoðað og í ljós kom allmikið
af skeljum í honum. Tennurnar eru
allsvakalegar og reyndar kjafturinn all-
ur. Eins gott er að vara sig svo hann
nái ekki að bíta því þá getur farið í
verra!
Allmargar tegundir voru í aflanum,
t.d. tindabykkja, skata með pétursskip,
sólkoli, rauðsprettur, grásleppur, ýsur,
lýsa, þorskar, sæbjúgu og nokkrir kross-
fiskar ásamt nokkrum fleiri steinbítum.
Og nú hófust allir handa við aðgerð-
ina, mikið fjör og mikið gaman.
Það verður að segjast að nemendur
þessir voru allir sem einn til mikillar
fyrirmyndar og höfðu mikinn áhuga á
því sem fyrir augu og eyru bar og tóku
virkan þátt í því sem fram fór. Ég efast
ekki um að þau eru margs fróðari um
það á hverju við lifum og að þessi dag-
ur verður þeim alltaf minnisstæður.
Ég mæli með því að áframhald verði
á þessari fræðslu og að það verði fastur
liður framvegis að fara svona ferðir
með efstu bekki grunnskólanna og
tengja þetta líffræði og starfsfræðslu.
Við lifum nefnilega ekki bara á því að
klippa hvert annað!
Að ferðalokum fengu nemendurnir
að gjöf Sjómannaalmanak Fiskifélags
íslands því eins og allir vita er það fullt
af fróðleik og
nýtist skólan-
um við
kennslu, nú
og í framtíð-
inni fyrir verð-
andi sjómenn
og aðra.
Að síðustu
langar mig til
að þakka skip-
stjóra og
áhöfn fyrir
ánægjulega
ferð og einnig
öllum nem-
endunum og
kennara þeirra
fyrir sam-
fylgdina. Það
er ekki hægt
annað en að
hafa trú á
unga fólkinu eftir jafn ljúfa viðkynn-
ingu.
Hildur Guðbrandsdóttir.
Höfundur er starfsmaður Fiskifélags
íslands.
Það vakti mikla athygli þegar trollið var látið fara. Skrölt og hávaði þegar bobbingamir
ninnu aftnr úr skutrennunni.
AGIR 41