Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 38
væri að vinna að því að styrkja Sjó-
mannasambandið og félög þess inn-
byrðis til að þau geti betur sinnt því
hlutverki sem þeim er ætlað að sinna
daglega, það er almennri þjónustu við
sjómenn, sem sífellt er að aukast. Þrátt
fyrir að undirbúningur kjarasamninga
og kjarasamningsgerð sé mikilvægur
hlekkur í starfi aðildarfélaga Sjó-
mannasambandsins má ekki gleyma
þeim mikilvæga þætti sem felst í dag-
legri þjónustu stéttarfélaganna við sjó-
menn.
Það er ekki svo að skipulagið eins
og það er í dag sé til fyrirmyndar. Því
miður er alltof mikið um að félög inn-
an Sjómannasambandsins hafi ekki
bolmagn til að sinna eðlilegri þjón-
ustu við sjómenn vegna fámennis fé-
laganna og er það áhyggjuefni hve
sum félög eru sinnulaus í því að taka á
málinu með sameiningu við önnur fé-
lög í huga eða með því að taka upp
nánara samstarf við önnur stéttarfé-
lög. Á þessum þáttum þarf að taka og
hefði Sjómannasambandið fyrir löngu
átt að vera búið að taka þessi mál til
skoðunar með það í huga að veita að-
ildarfélögum sambandsins mun meira
aðhald en verið hefur. Þó þykist ég
vita að Sjómannasambandið hafi til
þess takmarkað vald.
Lærum af reynslunni
Með stofnun landsfélags eru líkur á að
sjómenn stæðu að mörgu leyti mun
verr félagslega en þeir gera í dag. í því
sambandi bendi ég á að nokkur félög
innan sambandsins standa mjög vel
fjárhagslega og hafa því getað staðið
vel við bakið á félagsmönnum. Með
því t.d. að styðja þá félagsmenn sem
átt hafa í veikindum og þurft hafa að
leita lækninga um langan veg, t.d. til
Reykjavíkur, tekið þátt í námskeiðs-
kostnaði, veitt fjárhagsaðstoð í verk-
föllum sjómanna og veikindum, stað-
ið fyrir heilsurækt og námskeiðahaldi
á viðkomandi stöðum auk þess að
SKUTULL IS 180
Óskum útgerc) og áhöfn til
hcxmingju með breptingarnar
38 MGÍU