Ægir - 01.06.1999, Síða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Knörrinti er fyrsti báturinn sem Norður-
sigling hóf að gera út til hvalaskoðunar-
ferða.
Haukur er gott dœmi um hvemig Norður-
sigling hefúr lagt sitt lóð á vogarskálar til
bjargar gömlum eikarbátum.
Náttfari var tekinn í notkun hjá Norður-
siglingu fyrir fáeinum vikum. í lest bátsins
hefur verið innréttaður vistlegur veitinga-
salur
Hörður segist bjartsýnn á framtíðina
og býst við aukinni aðsókn ferða-
manna í sumar.
„Það er mjög mikilvægt að nýta öll
tækifæri í atvinnulífinu á Norðurlandi
og það teljum við okkur vera að gera.
Það sé ástæðan fyrir hraðri uppbygg-
ingu hjá Norðursiglingu," segir Hörður
Sigurbjarnarson.
Eyjaferðir í Stykkishólmi bjóða upp
á hvalaskoðunarferðir:
Miklar líkur á að
sjá steypireyð út af
Snæfellsnesinu
- segir Svanborg Siggeirsdóttir,
framkvœmdastjóri Eyjaferða
Eyjaferðir í Stykkishólmi hafa boðið upp á hvalaskoðunarferðir síðustu tvö árin
og eru ferðir þegar hafnar í sumar. Farið er frá Ólafsvík daglega og boðið er
upp á bæði stuttar ferðir til að sjá smáhveli og einnig fimm til sjö tíma siglingar
til stórhvalaskoðunar sem hafa gefið góða raun, að sögn Svanborgar Siggeirs-
dóttur, framkvæmdastjóra Eyjaferða.
Svæðið út af Snæfellsnesinu er, að sögn Svanborgar, eina stórhvalasvæði í
Evrópu og venjulega eru hvalirnir nokkuð langt undan en þegar á líður sumarið
færa þeir sig upp undir Snæfeilsnesið og getur fólk verið nokkuð öruggt um að
sjá stærsta dýr jarðarinnar, steypireyð, á þessum tíma árs. í styttri ferðunum eru
líka miklar líkur á að sjáist til minni tegunda svo sem höfrunga, háhyrninga og
hnísa. Samkvæmt dagbók Eyjaferða árið 1998 eru Iíkurnar á að sjá hinar ýmsu
tegundir f hverri ferð miklar. Líkur á að sjá steypireyð eru 93%, hnúfubak og
höfrung 63%, hrefnu 48%, langreyð 7% og líkur á að sjá hnísu og grindhvali
eru 4% í hverri ferð.
Svanborg segir að tilraun hafi verið gerð með hvalaskoðunarferðir hjá
fyrirtækinu fyrir þremur árum jafnhliða náttúruskoðunarferðum sem Eyjaferðir
hafa boðið upp á í mörg ár. Fyrirtækið hafi svo verið að þróa þessar ferðir og
hafi aflað sér upplýsinga um hvalaslóðir og hátterni hvala í nágrenninu.
„I dag fer áhugi fólks sívaxandi eins og annars staðar í heiminum og
ferðirnar eru oft pantaðar fyrirfram erlendis frá og margt af því fólki kemur
eingöngu til fslands í þeim tilgangi að fara í hvala- og fuglaskoðunarferðir. Það
þræðir staðina á landinu sem bjóða upp á þessa þjónustu og því er mjög
mikilvægt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að bjóða vandaðar ferðir. Við vorum
með kynningu á Vestnorden-kaupstefnunni og þar fundum við fyrir miklum
áhuga á hvalaskoðun og við fengum margar pantanir inn þar á staðnum og
erum bjartsýn á aðsókn í ferðirnar,“ segir Svanborg Siggeirsdóttir,
framkvæmdastjóri Eyjaferða í Stykkishólmi.
ÆGIR 33