Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Síða 13

Ægir - 01.06.1999, Síða 13
kvótaár. Hér er átt við aflamark en krókabátar höfðu aftur á móti um 6,4% af heildinni umrætt kvótaár. Ef aftur er litið til yfirstandandi árs má sjá að hlutdeildin í aflamarki er komin niður í 7,23% á meðan að krókabátarnir halda nokkurn veginn sínu. Hér munar um 3000 þorskígildis- tonnum en rétt er að hafa í huga að skýringar kunna að liggja í niðurskurði á aflaheimildum í tegundum sem vega þungt í kvóta höfuðborgarinnar. Til að mynda hefur kvóti í rækju minnkað og kemur greinilega fram hjá hinum stóri rækjuútgerðum í Reykjavík, þ.e. út- gerðum Péturs Jónssonar RE og Helgu RE. Þrátt fyrir þetta virðist sem Reykja- vík láti heldur undan í kvótakapp- hlaupinu við aðra staði á landinu en verður samt sem áður að teljast til stærri útgerðar- og fiskvinnslustaða landsins. Smábátaútgerð í Reykjavík: Um þriðjungur smábátakarla rær frá heimahöfninni Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda eru skráðir 135 félagar með búsetu í Reykjavík. Á hinn bóginn rær aðeins um þriðjungur þeirra frá Reykjavík. Stærstur hlutinn rær frá höfnum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, svo og frá höfnum á Suðurnesjum. Þeir sem sækja í Faxaflóann eru flestir á línu og netum en Flóinn hefur aldrei verið öflugt handfæraveiðisvæði. Afli smábátamanna sem róa frá Reykjavík er fyrst og fremst seldur í gegnum Faxamarkaðinn. Túnfiskskipin eru tíðir gestir Á síðustu árum hafa japanskir túnfiskveiðimenn orðið æ tíðari gestir í Reykjavíkurhöfn, enda virð- ist sem túnfiskur veiðist syðst í land- helginni stóran hluta ársins. Tekjur af japönsku túnfiskveiðiskipunum eru þó ekki mjög miklar þar sem skipin hafa aðeins viðdvöl hér en landa ekki afla sínum. AGIR 13

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.