Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2000, Page 9

Ægir - 01.12.2000, Page 9
FRÉTTIR Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar: Hættir eftir 50 ár í forstjórastól - Elfar Aðalsteinsson tekur við Þau tímamót verða nú um áramótin að Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, lætur af störfum hjá fyr- irtækinu. Aðalsteinn er óumdeilanlega einn reynslumesti stjórnandi í sjávarút- vegi á Islandi og einn af þeim sem hefur haft mikil áhrif á þróun greinarinnar. Aðalsteinn hóf störf sem forstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar árið 1950 og hefur gegnt starfinu samfellt síðan. Síð- ustu árin hefur hann dregið sig í hlé í stjórnunarstörfum en jafnan fylgst vel með daglegum rekstri, enda stór hluthafi í fyrirtækinu. Forstjórastóllinn fer þó ekki langt út fyrir fjölskylduna því við starfinu tekur Elfar Aðalsteinsson, dótt- ursonur Aðalsteins sem alinn er upp hjá ömmu sinni og afa. Elfar er núverandi framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og á sæti í stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Arsvelta Hraðfrystihúss Eskifjarðar nemur þremur milljörðum og hjá fyrir- tækinu starfa um 250 manns. Hampiðjan i landvinningum í Danmörku Hampiðjan hefur keypt 60% hlutafjár í Cosmos Trawl í Danmörku. fyrirtækið er staðsett í Hirtshals og hefur að aðal verkefnum uppsetningu og vióhald botntrolla og nóta. TengsL féLaganna tveggja eru ekki nýtiLkomin því um Langt skeió hefur Cosmos TrawL notað ýmsar vörur frá Hampiðjunni í sína uppsetningu á veið- arfærum. Danska fyrirtækið er sterkt á sviói troLLuppsetninga og verða fyrir- tækin tvö með sterka stöóu gagnvart innkaupum á sLíkum vörum. Auk verksmióju i HirtshaLs rekur Cosmos Trawl starfsemi í Skagen á Jót- Landi og þar er sérhæfing í uppsetningu fLottrolLa. Hjá fyrirtækinu í heild starfa um 55 manns og veLtir það um 550 milLjónum danskra króna. r C A R V ^ Á R E V N ' ^ TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF. AÐALSTRÆTI 6-8 • 101 REYKjAVÍK SÍMI 51 5 2000 • www.tmhf.is

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.