Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2000, Side 17

Ægir - 01.12.2000, Side 17
ERLENT Framleiðsla fiskimáltíða og lýsis í Danmörku í Danmörku eru einungis þrír aðilar sem framleiða lýsi og tilbúnar fiskmáltíðir. I fljótu bragði virðist sem þeir myndu standa betur að vígi með því að samein- ast, en þess í stað vinna þeir saman að markaðsmálum og vöruþróun. Með sam- vinnu og því að hver einstakur sérhæfi sig í framleiðslunni telja þeir að fyrirtækin nái sterkari stöðu á heimsmarkaði heldur en raunin yrði með sameiningu. Engin áform eru uppi um að koma á fót framleiðslu utan Danmerkur. Það var reynt í Mið-Austurlöndum fyrir þremur árum en gaf ekki góða raun, að hluta til vegna takmarkaðs veiðikvóta og þar af leiðandi of lítils hráefnis. Höfuðáhersla verður því lögð á framleiðslu- og gæða- þróun, sem vænlegast er að vinna að í Danmörku. Sömuleiðis ná Danirnir forskoti á keppi- nauta sxna, einkum í Suður-Ameríku. Orsök þess að þörf er að sérhæfa fram- leiðsluna má að hluta til rekja til póli- tískra ákvarðana um veiðikvóta en einnig til „lífrænu bylgjunnar" og umhverfis- sjónarmiða. Nærtækt dæmi er minnkun á leyfðu magni af díoxíni í lýsi og fiski- mjöli. Rannsóknir og samstarf við sjávarlíf- fræðinga hafa h'ka mikla þýðingu fyrir framtíð þessarar iðngreinar og markaðs- setningu framleiðslunnar. Danmörk flyt- ur 75-80% af þessari vöru til landa um víða veröld nema Bandaríkjanna, sem flytja inn frá Suður-Ameríku. Stefnt er að aukinni sérframleiðslu, betri nýtingu hráefnis, auknu næringar- gildi og meiri hagnaði. Dæmi um sér- framleiðslu er lýsi með sérstökum ii sem náð er án þes að nota gervilitar- efni. Esbjerg Fiskindurstri fran leiðir lýsið sem se er til Japans þar sem það er notað við framleiðslu matvæla úr tún- fiski. Þessi mikla sérhæfing er góður undirbúningur fyrir framtíðina því sýnt er að kröfur til fæðu- efna munu aukast frá því sem nú er.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.