Ægir - 01.12.2000, Page 29
ÆGISVIÐTALIÐ
í þessi þrettán ár get ég sagt meó
góðri samvisku að ég hef aldrei
efast um að við værum á réttri leið.
ur okkur tekist þetta. Auðvitað getum við íslending-
ar sagt sem svo að réttast væri að láta Norðmenn
brjóta ísinn í þorskeldi og við myndum síðan meta
stöðu okkar í framhaldi af því. En það tel ég ranga
stefnu því ég er hreint ekkert viss um að við stökkv-
um inn á síðari stigum og framleiðum eldisþorsk með
sama framleiðslukostnaði og Norðmenn verða þá
komnir í. Þorskeldi hér á landi verður ekki byggt
upp nema með nákvæmu og ítarlegu rannsókna- og
þróunarstarfi og ég tel mikilvægt að marka stefnu þar
að lútandi. Stjórnvöld þurfa koma að þessu verkefni
og þar myndi Hafrannsóknastofnun gegna lykilhlut-
verki. Ég get því vel séð fyrir mér stofnun fyrirtækis
um þorskeldi hér á landi, rétt eins og stofnað var til
Fiskeldis Eyjafjarðar fyrir þrettán árum um lúðueldi."
Ekki andstæður
Við Islendingar erum áhlaupsmenn á flestum svið-
um. Einu sinni gekk loðdýraævintýri eins og hvítur
stormsveipur yfir landið, næst var það fiskeldisævin-
týrið. Að mörgu leyti sigldu bæði þessi ævintýri í
strand á sínum tíma, en nú er svo komið að menn eru
aftur farnir að veðja á laxeldi og stór sjávarútvegsfyr-
irtæki hafa þegar lagt verulega fjármuni til þess.
Framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar segist alls
ekki líta svo á að menn verði að velja á milli mikillar
uppbyggingar í þorskeldi eða laxeldi. „Ég vil í sjálfu
sér ekki bera þorskeldi og laxeldi saman. Ef menn
geta alið lax við Island á samkeppnishæfu verði, þá er
það miklu meira en sjálfsagt. Þetta er ekki annað-
hvort eða. Þótt menn fari af krafti í laxeldi, þá á
þorskeldi og rannsóknir því tengdar alveg hiklaust
sama rétt á sér eftir sem áður.“
Laxeldisstóriðja í Eyjafjörð?
Nýverið var haldin ráðstefna á Akureyri um fiskeldi
og þar var framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar
einn frummælenda. Athygli vakti hversu ákveðið
Ólafur varaði við hugmyndum um uppbyggingu iax-
eldis í stórum stíl í Eyjafirði. „Mín afstaða til þessa
máls mótast eingöngu af óttanum við sjúkdóma. Eins
og ég hef sagt höfum við verið að byggja Fiskeldi
Eyjafjarðar upp og á borðinu eru hugmyndir um þró-
un þess og eflingu til framtíðar, bæði hér heima og
utan landssteinanna. Uppbygging okkar erlendis
byggir á því að við höfúm leyfi til þess að flytja út
seiði. Við höfúm innflutningsleyfi til Noregs og
Kanada og fáum væntanlega leyfi til þess að flytja
seiði til Bretlands. Þessi leyfi höfum við fengið vegna
þess einfaldlega að heilbrigðisástand í fiskeldi hér á
Island er miklu betra en í nágrannalöndunum. Ef við
fáum mörg þúsund tonna laxeldisstöð í Eyjafjörð, þá
aukast mjög líkur á sjúkdómum sem eru vel þekktir
í löndunum hér í kringum okkur. Ef það gerðist, þá
yrði ekkert spurt af því hvort slík stöð væri í tveggja
Saga Fiskeldis Eyjafjarðar hf. hófst á Hjalteyri fyrir þrettán árum. Starfsmönnum
fyrirtækisins hefur tekist aó ná góöum tökum á framleiðslu lúðuseiða og á Hjalteyri eru
nú framleidd um fjögur hundruð þúsund seiði á ári.
eða tólf kílómetra fjarlægð frá stöð Fiskeldis Eyja-
fjarðar. Þá yrði útflutningur á lúðuseiðum úr Eyja-
firði líklega stöðvaður og þar með yrðu okkar áætlan-
ir í uppnámi. Sjúkdómar gætu líka borist í klakfisk-
inn og það væri grafalvarlegt mál því það tekur mörg
ár að byggja upp nýjan klakfiskstofn. Ég sagði því
einfaldlega á þessari fiskeldisráðstefnu á Akureyri að
ég hefði ekkert á móti laxeldi við Island, en ég óskaði
jafnframt eftir því að tillit yrði tekið til þess að við
höfum í þrettán ár verið að byggja upp okkar fyrir-
tæki í Eyjafirði. Og nú þegar við höfum náð góðum
árangri, þá get ég ekki samþykkt það fyrir hönd eig-
enda Fiskeldis Eyjafjarðar að hér verði heimilað ann-
að fiskeldi sem geti haft verulega neikvæð áhrif á
okkar framtfðarplön."
Hér eru tveir af
starfsmönnum Fiskeldis
Eyjafjarðar hf., Óli Þór
Jóhannsson og Birgir
Kristinsson, við túðu-
kreistingar í klakfiska-
stöð fyrirtækisins
á Dalvík.
29