Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.2000, Qupperneq 39

Ægir - 01.12.2000, Qupperneq 39
FRÉTTIR Varðskipið Þór varð að risavöxnu veitingahúsi í Hafnarfjarðarhöfn: Erlendir gestir forvitnir um hlut- verk skipsins í þorskastríðunum Þeir sem leið eiga um Hafnarfjarðarhöfn komast ekki hjá því að berja augum hið glæsilega veitingaskip, Thor, sem þar liggur við Norðurgarðinn. Byggður hefur verið stór veitingasalur yfir dekk skipsins og í heild rúmast yfir 200 manns í sölum skipsins, auk þess sem í skipinu er fullbúið eldhús, kælar, birgðageymslur og annað sem þarf til veitingahúsareksturs. Samt sem áður er það mögnuð saga skipsins sem veitingareksturinn byggir til- veru sína á og um borð eru gestir uppfræddir um hlut- verk skipsins í öllum þorskastríðum íslendinga. „Við markaðssetjum skipið út á söguna og fáum til okkar gesti sem koma gagn- gert til að kynnast innviðum hin fræga varðskips, Þórs,“ segir Maríus Helgason, veitingamaður, sem rekur hlutafélagið Thor veitingaskip ehf. Skipið þjónaði á sínum tíma Landhelgisgæslunni og bar þá nafnið Þór en eftir að það komst í einkaeigu var nafni þess breytt í Thor. Það skiptir ekki síst máli fyrir erlenda ferðamenn, sem eru mjög áhugasamir um sögu skipsins. Bretar forvitnir um ógnvaldinn Þór „Við fórum í byggingu á stórum veit- ingasal á dekki skipsins í janúar síðast- liðnum og lukum því verki á mettíma. Síðan hefur verið stöðugur straumur gesta og ánægjulegt að margir erlendir gestir koma til okkar. Undantekninga- laust er fólk komið til að kynna sér þátt skipsins í þorskastríðunum og til að svala þeirri forvitni höfum við upplýsingar hér um borð á íslensku og erlendum tungu- málum. Sérstaklega eru Bretar áhuga- samir um skipið og hingað komu t.d. menn frá tímariti í Bretlandi og hafði annar verið ljósmyndari um borð í breskri freygátu á þorskastríðsárunum. Það hefur því verið töluvert fjallað um skipið er- lendis. Danir eru líka mjög áhugasamir og það gerir ekki hvað síst uppruni skips- ins en það er smíðað í Danmörku á sínum tíma“ segir Maríus og segir þessa mánuð- ina unnið að víðtækri kynningu erlendis á veitingaskipinu og sögu þess. Þyrluskýlið varð að fatahengi! Sannarlega hefur gamli Þór fengið skemmtilegt yfirbragð í höndum Maríus- ar og samstarfsfólks hans. Brú skipsins er sem mest upprunaleg og þangað geta gestir lagt leið sína og sömuleiðis má t.d. fara í vélstjóraherbergið og setjast þar niður við sjónvarp. Þyrluskýli skipsins hefur líka fengið nýtt hlutverk og er nú fatahengi þannig að ýmislegt er með öðr- um hætti í þessu fljótandi veitingaskipi sem væntanlega siglir ekki í bráð - eða hvað? „Nei, skipið fer ekkert á næstunni. Eg er að minnsta kosti ekki með skipstjóra- húfuna uppi við,“ segir Maríus hlæjandi. Smíðað í Danmörku Skipið var smíðað í Danmörku fyrir rík- issjóð árið 1951 og var því gefið nafnið Þór. Var skipið notað sem varðskip allt til ársins 1984 er því var lagt eftir að komið hafði upp alvarleg vélarbilun í annarri tveggja aðalvéla þess. Þvf næst varð það Gamli góði þyrlupallurinn er orðinn að fatahengi. Myndir: Sverri Jónsson skólaskip og fékk nafnið Sæbjörg en kip- ið hýsti starfsemi Slysavarnaskóla sjó- manna næstu 13 árin. Fór skipið á 38 hafnir umhverfis landið þar sem haldin voru námskeið fyrir sjómenn en síðasta sigling þess til námskeiðahalds var farin árið 1997. Eftir að hlutverki þess lauk sem skólaskips var það selt Sjóferðum Arnars á Húsavík. Fékk skipið þá nafnið Thor og var því breytt í veitingaskip. Liggur það nú í Hafnarfjarðarhöfn en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á skipinu að undanförnu, eins og áður segir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.