Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 41

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 41
Efnahagsreikningur og tekjur Efnahaasreikninaur íma.kr.1 1995 1996 1997 1 998 1999 Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (ma.kr.) 8 7,6 1995 1996 1997 1998 1999 tækja landsins sem skráð eru á VÞÍ. Þessi félög eru Grandi, Har- aldur Böðvarsson, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Hraðfrystihúsið- Gunnvör, Samherji, Síldarvinnsl- an, Skagstrendingur, Utgerðarfé- lag Akureyringa, Vinnslustöðin, Þorbjörn og Þormóður rammi - Sæberg. Þróun í rekstri þessara fé- laga endurspeglar þá miklu breyt- ingu sem orðið hefur á rekstri stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins á síðastliðnum árum. Fyrir það fyrsta er áberandi hve efnahagsreikningur félaganna hef- ur stækkað frá árinu 1995. 1 lok ársins 1995 voru bókfærðar eignir umræddra 11 fyrirtækja 41 ma.kr. en höfðu hækkað í 83 ma.kr. árið 1999 sem er tvöföldun á fjórum árum. Tvær meginskýr- ingar eru á þessari þróun. Annars vegar hafa fjárfestingar í varanleg- um rekstrarfjármunum verið miklar og hins vegar hafa samrun- ar undanfarinna ára leitt til hækk- unar á bókfærðum eignum stærstu félaganna. í augum fjárfesta á hlutabréfa- markaði er mikilvægt að fjárfest- ingar skili arði og að fjárstreymi og hagnaður aukist í takt við aukna fjárbindingu í rekstri félag- anna. Þegar litið er á vöxt í tekj- um sömu sjávarútvegsfyrirtækja á sama tímabili þá hækkuðu þær úr 27 ma.kr. í 39 ma.kr. Það þýðir að á árinu 1999 skilaði hver króna sem bundin er í eignum viðkom- andi fyrirtækja, samkvæmt efna- hagsreikningi, 0,47 krónum í tekjum sömu fyrirtækja. Árið 1995 skilaði hins vegar hver króna 0,66 krónum í tekjur. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (sjá Mynd 3)er mik- ilvægur mælikvarði á hversu mik- il fjármunamyndun er í fyrirtækj- unum til að mæta fjárbindingu í eignum. Hagnaður á þennan mælikvarða jókst um 22% frá ár- inu 1995 til ársins 1999 þegar hann var 6,1 ma.kr. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, sem hlutfall af bindingu fjármuna í efnahagsreikningi, leiðir hins vegar í Ijós að fjárfesting og eignaaukning hafa enn ekki skilað sér í aukinni fjármunamyndun; hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði sem hlutfall af heildar- eignum lækkar úr 12,2% í 7,4% á umræddu tímabili. Sama mynstur kemur í ljós þeg- ar arðsemi eigin fjár (hagnaður sem hlutfall af eigin fé) er skoðuð yfir tímabilið. Hún hefur lækkað úr 15,3% árið 1995 í 5,5% árið 1999. (Sjá mynd 4) Sú þróun er auðvitað ekki hagstæð hluthöf- um. Rétt er að taka fram að hér eru framangreind 11 félög skoðuð sem ein heild. Vissulega eru til undantekningar frá þeirri þróun sem hér er sýnd, en ljóst er þó að þegar á heildina er litið hefur hag- ræðing í sjávarútvegi ekki komið skýrt fram hjá stærstu félögunum. Eins og framangreindar tölur bera með sér er ekki tekið tillit til árs- ins 2000 í þessari samantekt. Segja má að síðari hluti þessa árs hafi reynst mörgum félögum í sjávarútvegi erfiður. Að mati undirritaðs stefnir þó í að árið 2000 verði betra en árið 1999 að því leyti að fjármunamyndun mun að líkindum aukast hraðar milli ára en fjárbinding í eignum, sem er jákvætt. Á hinn bóginn er rétt að hafa í huga að það er fyrir- séð að arðsemi eigin fjár þessara 11 félaga verður lægri í ár en hún var árið 1999 og skýrist það eink- um af því að gengistap vegna hækkunar á höfuðstól erlendra skulda félaganna hefur neikvæð áhrif á hagnaðinn á þessu ári. Það dregur ágætlega fram mikla skuldabyrði félaganna, en nauð- synlegt er að hafa í huga að þessi þróun kemur alls ekki öll niður á fjármunamyndun félaganna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.