Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 3

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 3
I. Stofnun háskólans. 1. Tildrög. Jafnskjótt sem Alþingi íslendinga var endurreist, tók þörfin á æðri mentastofnun, sem sameinaði i sjer alla hina andlegu krafta þjóðarinnar, að gera vart við sig. Á liinu fyrsta Alþingi, sem haldið var árið 1845, har Jón Sigurðsson fram nppástungu um »þjóðskóla« á íslandi, »er veilt geti svo mikla mentun sjerhverri stjett, sem nægir þörfum þjóð- arinnar«. Þetta er hinn fyrsti visir háskólahugmyndarinnar. Mál þetta fjell þá niður, enn í stað þess hneigðist hugur manna að því að koma á hjá sjer liinum nauðsynlegustu undirbúningsskólum fyrir embættismenn landsins. Presla- skólinn var settur á stofn árið 1847. Innlend læknakensla komst á 1862, enn þó ófullkomin, þangað til úr því var bætt að nokkru með lögum um stofnun læknaskóla 11. febr. 1876. Aftur á móti komst lagaskóli ekki á fyr enn með lögum 4. mars 1904 og tók þó ekki til starfa fyr enn 1. okl. 1908, þegar fje hafði verið veitt til hans í fjárlögum. Háskólahugmyndin lifði þó altaf i kolunum. Á Alþingi 1881 bar Benedikt Sveinsson fram frumvarp um stofnun há- skóla, enn málið varð ekki útrætt á því þingi. Samskonar frumvarp kom fram á næsta þingi 1883, borið upp af sama manni, og var samþykt sem lög frá Alþingi, þó með þeirri breytingu, að nafnið »landsskóli« var sett í stað háskóla- nafnsins, enn lögunum var synjað staðfestingar af konungi. Á næsta þingi 1885 kom málið fram í efri aeild, enn var

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.