Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Qupperneq 6
6
3. Stofnunarhátíð Háskóla íslands 17. júní 1911.
Stofnunarhátíð háskólans var haldin, eins og til stóð,
17. júní 1911, í neðri deildar sal Alþingishússins og hófst á
hádegi.
Fyrst var sunginn undir forustu tónskáldsins Sigfúsar
Einarssonar fyrri kafli af kvæðallokki, sem Þorsteinn skáld
Gíslason hafði ort, svo hljóðandi:
I.
Kúr.
Þú Ijóssins guð! á liknsemd þina
vjer lítum allra fyrst
og biðjum: Lát þú ljós þitl skína
á lítinn, veikan kvist!
Haf, heilög sól, á honum gætur,
gef honum kraft að festa rætur,
og verm þú hann, svo vísir smár
lijer verði síðar stór og liár!
Vjer þráðum lengi þessa stundu
og þennan bjarta dag
sem signing yíir sæ og grundu
og sól — með bættum hag.
Hjer menning vor skal vaxa’ og dafna
og vorum bestu kröftum safna,
sem verði fyrir land og lýð
að lífæð menta’ á nýrri tíð.
Með ást til lands hvert verk skal vinna
og vernda góðan arf.
Að þessum vísi hlúa’ og hlynna
er liáleitt, göfugt starf.
Vor þjóðarást skal honum hlúa,
því hjer skal rækt lil landsins búa.
í fastri trú sje framtíð lians
þjer falin, guð vors ættarlands.