Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 13
13
og er þess þó ógelið, að háskólinn á enn ekkert hiis fyrir sig
og eigur varla svo teljandi sje. Til er að vísu Háskólasjóður
frá garaalli tíð, enn hann mun ekki nema miklu. Auk þess
hefur einn veglyndur borgari þessa bæjar, kaupm. Bened. I'ór-
arinsson, gefið háskólanum stóra og höfðinglega gjöf, að upp-
hæð 2000 kr., á stofnunardegi hans. Gjafabrjeíið hljóðar svo:
»Til háskólaráðsins.
í minningu þess, að Háskóli íslands er settur í dag, gef
jeg lionum 2000 — tvö þúsund — krónur, sem verði sjóður
hans til þess að vcrðlauna íslensk rit vísindalegs efnis.
Peningarnir fylgja með brjefi þessu, enn skipulagsskrá
mun jeg senda innan skamms.
Virðingarfylst
R en. S. Þórarinsson«.
Ef m.argir fara að dæmi þessa heiðursmanns, er von um,
að Háskólanum safnist fje með tímanum. Jeg kann honum
alúðarfylstu þakkir í nafni stofnunarinnar.
»011 frumsmíð slendur til bóta«. Háskóli vor á að stefna
að því að laga smátt og smátt það sem áfátt er, svo að hann
fullnægi kröfum tímans. Margir liáskólar hafa byrjað í smá-
um stil, og síðan vaxið smátt og smátt. »Mjór getur verið
mikils vísir«. Og þó að háskólinn fyrst í stað fullnægi ekki
öllum kröfum nútímans, þá verður þó varla annað sagl, enn
að hann bæli úr hinum bráðustu þörfum hinnar íslensku þjóð-
ar. Þó að háskólinn sje ekki sem fullkomnastur, þá er hann
þó sniðínn eftir þörfum vorum, og »hollt er heima hvað«. T.
d. munu allir játa, að kenslustólarnir í íslenskum fræðum bæta
úr brýnni þörf, ef kennararnir duga. Vjer höfum ástæðu til
að vona, að liáskólinn verði með tímanum gróðrarstöð nýs
mentalífs hjá þjóð vorri, og sjá allir hve ómetanlegt gagn það
getur orðið fyrir menning vora og þjóðerni að liafa slíka stofn-
un hjer innanlands. Meira að segja viljum vjer vona, að há-
skólinn geti, þegar stundir líða, lagt sinn litla skerf til heims-
menningarinnar, numið njr lönd í ríki visindanna, í samvinnu
við aðra háskóla. Háskóli vor verður að nota sjer það sam-
band, sem er á milli allra háskóla heimsins, einkum með því
að styrkja unga efnilega námsmenn til að fara til annara liá-
skóla að aíloknu námi lijer. Annars er hætt við, að sjóndeild-
arhringur þeirra verði þröngur og að liáskóli vor, einkum með-
an hann er ófullkominn, verði að nokkurs konar kínverskum
inúr, sem byrgi fyrir útsýnina lil allieimsmenningarinnar.