Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 18
18 og vóru þeir, eins og fyr var getið, kosnir á deildarfundum 10. júní 1911. Þessir menn allir, rektor og deildarforsetar, átlu sæti i háskólaráðinu. Af störfum háskólaráðsins, áður enn kensluárið byrjaði, er sagt nokkuð lijer að framan, þar sem getið er um ráð- stafanir til bráðabirgða, er háskólaráðið vann að (sjá 17. bls.). Á kensluárinu samdi það frumvarp til Reglugjörðar fyrir Háskóla íslands, sem væntanlega innan skamms mun ná staðfestingu konungs. Erindisbrjef setti háskólaráðið starfsmönnum háskólans, ritara og dyraverði, 6. sept. 1912 (sjá fylgiskjal VII og VIII). Rektor háskólans til næsta háskólaárs (1912—1913) var kosinn á almennum kennarafundi 14. júní 1912 og hlaut kosningu prófessor Guðmundur Magnússon. Um sama leyti eða litlu síðar vóru kosnir deildarforselar á deildarfundum, og hlutu þessir kosningu: í guðfræðisdeild: prófessor Haraldur Níelsson, - lagadeild: prófessor Jón Kristjánsson, - læknadeild: prófessor Guðmundur Hannesson, - heimspekisdeild: prófessor Ágúst H. Bjarnason. III. Kennarar háskólans og starfsmenn. Þess er áður getið, hverjir settir vóru til bráðabirgða af ráð- herra tii að gegna kennaraembættum háskólans til 30. sept. 1911. 22. september 1911 vóru þessir menn skipaðir af konungi prófessorar við háskólann: í guðfræðisdeild: sjera Jón Helgason, r. af dbr., áður forstöðumaður prestaskólans, og sjera Haraldur Níelsson, áður dócent við prestaskólann.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.