Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 28

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 28
28 Aukakénnari Þórður Sveinsson, spítalalæknir: 1. Rjettarlœknisfrœði. Fór með eldri nemendum með yfir- heyrslum og viðtali yfir Förste og anden Række af Rets- medicinske Forelæsninger eftir K. Pontoppidan og ennfremur var notuð við kensluna Hugo Marx: Praktik- um der gerichtlichen Medizin. Til kenslunnar gekk 1 stund á vilcu, bæði misserin. 2. Hjelt fyrirlestra um helstu tegundir af geðveiki, 1 stund á viku, bæði misserin. Til hliðsjónar var notuð E. Kraepelin: Einfiihrung in die Psychiatrische Klinik. Aukakennari Andrjes Fjeldsted, augnalæknir: Augnasjúkdómar: Fór með yfirheyrslu og viðtali með elstu nemendum í 2 stundum á viku, bæði misserin, yfir Curt Adam: Augenpraxis. Ennfremur voru lesnir nokkrir kaflar úr Michel: Klinischer Leitfaden der Augenheilkunde. Auk þess hafði hann verklegar æfmgar, 1 stund á viku, bæði misserin, í að greina augnasjúkdóma og skoða og ákveða sjónskerpu sjúklinga. Aukakennari Ólafur Þorsleinsson, háls-, nef- og eyrnalæknir: Kendi eldri nemendum háls-, nef- og egrnasjúkdóma með fyrirlestrum, yfirheyrslu og viðtali, 1 stund á viku siðara misserið. Kayser: Kehlkopf-, Nasen- und Ohrenkrankheiten var notuð við kensluna. Auk þess veitti hann tilsögn, við ókeypis lækning há- skólans, í aðgreining og meðferð á þessum sjúkdómum 1 stund á viku, bæði misserin. Aukakennari Ásgeir Torfason, efnafræðingur: Fór með yfirheyrslum í 4 stundum á vikuj í fyrra misserinu, með yngstu nemendum yfir ólífrcena efnafrœði. Notuð var við kensluna Odin Christensen: Uorganisk kemi. Ennfrennir hafði hann, bæði misserin, 3x3 stundir á •viku æfmgar í ólifrœnni efnarannsókn. Voru nemendur æfðir i að þekkja helstu sýrur og basa og greina þessi efni í sundur í margvislegum efnablöndum.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.