Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 44

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 44
44 háskólans ræðii. A eflir henni var sunginn síðasii kaili kvæðafloksins undir sömu forustu og fyrsti kaflinn. Bæði ræða rektors, eins og hann hjelt hana, og kvæðaflokkurinn er prentað i »Lögrjettu« 5. júni 1912. XII. Afstaða háskólans út á við. t*ess er áður getið, að Háskóli Noregs, Friðriksháskól- inn i Kristianiu, sendi háskóla vorum heillaóskir á stofnun- ardegi hans og bauð honum jafnframt að senda fulltrúa til 100 ára minningar Friðriksháskóla 5. og 6. september 1911. Til þeirrar sendiferðar var rektor háskólans kjörinn, og var hann við minningarhátíð þessa af hálfu háskóla vors og flutti frá honum skrautritað ávarp til Friðriksháskóla. Seint í ágústmánuði 1912 barst háskóla vorum brjef frá forstöðumanninum fyrir Rice Institute i Houston i Texas, herra Edgar Odell Lovett, þess efnis, að nefndur háskóli býður háskóla vorum að senda fulltrúa til stofnunarhátíðar sinnar, sem htddin verður 10., 11. og 12. október 1912. Þvi niiður sá háskóli vor sjer ekki fært að þiggja þetta virðulega hoð, heldur varð að Iáta sjer nægja að senda Rice Institute þakk- arkveðju og heillaóskir.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.