Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Side 54

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Side 54
54 3. gr. Rektor kemur fram af hendi háskólans út á við. Ró getur há- skólaráðið gjört aðra ráðstöfun um framkomu af hendi háskólans, standi sjerstaklega á. 4. gr. Rektor hefur eftirlit með starfsemi háskólans. Hann athugar hvort misserislestöflur háskóladeildanna eru í samræmi við áðursamdar kcnsluáætlanir. Hann getur tekið þátt i fundum háskóladeilda, enn á þó ekki atkvæði utan deildar sinnar. Hann tekur við tilkynningum kennara um aðra fyrirlestra enn skyldufyrirlestra. Hann gefur út há- skólaborgarabrjef til handa skrásettum stúdentum, og doktorsbrjef ásamt hlutaðeigandi deildarforseta handa doktorum. Hann hefur eftirlit með ritara háskólans og öðrum starfsmönnum, cr seltir kunna að verða við háskólann. 5. gr. Verði rcktor að fara frá, áður enn rektorsár hans er úli, skal deildarforseti, liinn elsti að embættisaldri, hafa störf hans mcð hönd- uni, þangað til nýr rektor getur tekið við. Standi öðruvísi á, gengur varaforseli liáskólaráðs í rektors stað. - V. Auglýsing um bráðabirgðareglugjörð fyrir Háskóla Islands 4. október 1911. I. Sljórn hdskólans. 1. gr. Háskólaráðið hefur úrskurðarvald í öllum þeim málum er snerta starfsemi háskólans, svo sem nánar er mælt fyrir um i eftirfarandi greinum. 2. gr. Háskólaráðið fer með undirbúning mála þeirra, er leggja á fyrir konung, löggjafarvald cða stjórnarráð og snerta háskólann. Pað lætur stjórnarráðinu í tje allar þær upplýsingar, sem það þarf á að lialda og snerta háskólann sjerstaklega. Aður en núgildandi eða síðar settum ákvæðum um háskólann verður breytt eða við þau aukið, skal leita umsagnar háskólaráðs um breytinguna eða viðaukann.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.