Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Side 58
58
4. gr.
Ritari skal gjöra háskólaráðinu skilareikning innan 15. febr. ár
hvert fyrir fje pvi, er háskólanum liefur greiðst úr landssjóði umliðið
ár. Reikningurinn skal fylgja fjárlögunum lið fyrir lið, enda fylgi
skilabrjef viðtakanda greiðslu hverri.
5. gr.
Ritari hefur á liendi reikningshald sjóða þeirra, er háskólinn á
eða stjórnar, og gjörir háskólaráðinu reikningsskil fyrir ráðsmensku
sinni á þeim eigi síðar enn í lok marsmánaðar.
Hann heldur sjerstaka, löggilta reikningsbók fyrir hvern sjóð.
6. gr.
Ritari setji háskólaráðinu 2000 — tvö þúsund — króna veð fyrir
gjaldheimtu sinni, og sýni rektor gjaldabækur sinar og bankaviðskifta-
bók á mánaðarfresti og mun reklor votta það í bókinni.
7. gr.
Ritari annast kaup á bókum, kensluáhöldum og öðru í þarfir há-
skólans, eftir þvi sem háskólaráð eða deildarforsetar mæla fyrir um.
8. gr.
Ritari semur spjaldskrá yfir þær bækur deildanna, er geymdar
eru í háskólanum, og skrásetur kensluáhöld, enda sje hver bók og
hvert áhald skrásett jafnskjótt og fengið er.
9. gr.
Geti ritari ekki gegnt starfl sínu vegna sjúkdóms eða annara
nauðsynja, verður hann að setja rnann á sinn kostnað í sinn stað,
enda samþykki háskólaráð manninn.
10. gr.
Ræki ritari starfa sinn ekki viðunanlega, getur háskólaráðið svift
hann starfanum.
Pannig samþykt á háskólaráðsfundi 6. september 1912.
Björn M. Ólsen,
rektor.