Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 63

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 63
63 úr sjóðnum, skal varið til styrktar íslenskum kvenmönnum, sem stunda nám við Háskóla íslands, á þann hátt og eftir þeim reglum, sem há- skólaráðið nánar ákveður. Skyldi svo að bera, þegar sjóðurinn hefur náð framanrituðu há- marki eða þar yfir, að eigi sje, að dómi háskólaráðsins, alla jafna þörf á eða fullkomin ástæða til að verja vöxtum sjóðsins á þann hátt, sem að ofan greinir, þá skal því heimilt að verja vöxtunum að meira eða minna leyti, í eitt skifti eða oftar, til að vcrðlauna eða styðja vísinda- lega starfsemi íslenskra kvenna, er útskrifaðar sjeu frá Háskóla ís- lands, eða styrkja þær til utanfarar í vísindalegu skyni. 5. gr. Sjóðurinn stendur að öllu leyti undir stjórn háskólaráðsins. t*að semur árlegan reikning sjóðsins og skal hann birta annaðhvort í Stjórnartíðindunum eða í ársriti því, er háskólinn kann að gefa út, og slikir reikningar eiga lieima í. 6. gr. Á stofnskrá þessari skal leita konunglegrar staðfestingar. Fyrir liönd gefendanna. I samskotanefnd Minningarsjóðs Hannesar Hafsteins. Reykjavík 12. febr. 1912. Guðn'in Björnsdóltir Ácjústa Sigjúsdóltir formaður. fjehiróir. Staðfest af konungi 4. mars 1912.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.