Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 9

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 9
um og á Englandi, að kljúfa þá frá, sem veikari voru fyrir efnalega og skilja þá eftir í lireinni örhirgð, lá það hendi næst að leggja meiri efnalega ábyrgð á atvinnurekendur, láta þá ábyrgjast vinnulýð sinn, ekki að eins fyrir slysför- um, er atvinnurekanda mátti kenna og fyrir sjúkdómum, er af atvinnurekstrinum slöfuðu, heldur einnig fyrir alveg til- fallandi slj'sum og veikindum, er ekki urðu gefin neinum að sök. Menn hygðu á þeim sannindum, að hver sá atvinnuvegur, sem heilbrigður á að teljast efnalega, verður að hera allar þær byrðar, sem af honum leiðir fyrir þjóðfjelagið.1) Eins og menn við atvinnurekstur verða að bera áhættuna at' hruna eða öðrum skaða á vjelum eða öðrum dauðum fram- leiðslutækjum, eins verður reksturinn að bæta slysfarir starfs- mannanna. Eins og vjelar, eða hver önnur framleiðslutæki, verða að vera í nothæfu ástandi að staðaldri og ekki bara rjett á meðan verið er að nota þau i hvert skifti, eins þarf að sjá verkalýðnum farhorða, ekki að eins rjett á meðan hann er í vinnu, heldur bæði á undan og eftir, það þarf bæði að sjá fyrir hinni uppvaxandi kynslóð og fyrir þeim sem óstarfhæfir verðar fyrir elli eða veikindi. Til þess að jafna áhættuna má vel nota válryggingu, eins gagnvart áb)Tgðinni af verkafólkinu sem gagnvart t. d. brunahættu, en það haggar í sjálfu sjer ekkert við þeirri staðreynd, að atvinnan verður að hera áhættuna eða horga vátryggingar- gjaldið. Á þessum grundvelli gat því næst verið um tvær leiðir að velja, er tryggja skyldi veikafólkið. Trvggingargjaldið mátti leggja annaðhvort á atvinnurekanda eða á verkamann. GrundvöII- urinn var óhaggaður; hvor leiðin sem var valin, þá var það atvinnan sem varð að gefa af sjer tryggingai fjeð. En hvor aðferð hafði sínu stóru galla í framkvæmdinni. Væri gjaldið lagt á verkamanninn, álti hann undir liögg að sækja með hækkun á verkalaunum. Honum mundi seint eða aldrei takast að velta gjaldinu að rjettum hlula vfir á atvinnurekanda. Væri gjaldið lagt á vinnuveitanda, vekli það 1) Sjá J. Conrad: Grundriss zura Studiura der politischen Oekono- mie, Jena 1912. II. Bd. bls. 341: Vom wirtschaftlichen Standpunkte aus ist der Grundsalz aufzustellen, dass ein jedes Unternehmen die ganze Last selbst zu tragen hat, welche der Volkswirtschaft durch die Eigen* tiimlichkeit des Betriebes auferlegt wird.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.