Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 10

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 10
6 sennilega strax vinnudeilu, er hann færi að draga hlulfalls- lega af vinnulaununum og verkamaðurinn misli auk þess tilfinninguna fyrir þvi að sjá algerlega fyrir sjer sjálfur. Sjúkrapeningar o. s. frv. komu honum fyrir sjónir eins og hver annar styrkur. Nokkuð málti draga úr nefndum ágöllum með þvi móli að hið opinbera, rikið, skærist i að skil'ta koslnaðinum nið- ur á atvinnurekendur og verkamenn. Þess var að visu ekki að vænta að ríkið gætí hitt á nákvæmlega rjetlláta skiflingu, en með þessu móti málti þó mikið draga úr því deiluefni, er falið var i því, að annar aðili átti að koma rjettum hluta af öllu gjaldinu yfir á hinn. En þegar inn á þessa braut var komið á annað horð, var það augljóst, að hjer varð ekki staðar numið um íhlutun hins opinbera. Tilgangurinn, að tryggja tilveru stærri eða minni hluta af þjóðfjelaginu — i umræðunum var það alla jafna verkalýð- urinn, í þrengri eða víðtækari merkingu, sem hafður var fyrir augum — útheimti það, að tryggingarráðstöfunin væri tæmandi, þ. e. næði til allra hlutaðeigenda. f’eim varð ekki framar i sjálfsvald sett hvort þeir vildu tryggja sig eða ekki. Tryggingarskylda varð aíleiðingin, mismunandi orðuð eftir því, hvort gjaldið var lagt á atvinnurekanda einan, eða líka eða eingöngu á verkamanninn, en í raun og veru jafn al- menn, hvori svo sem fyrirkomulagið var. Samfara tryggingarskyldunni varð það vitanlega að vera, að ríkið sæi um að hún kæmi að tilætluðum notum, að því leyti, að sjálfar tryggingarstofnanirnar væru öruggar, hvort sem ríkið vildi stofna þær sjálft, ábyrgjast þær eða hafa svo nákvæmt eftirlit með þeim að ekki gæli út af borið. Um þetta atriði greindi menn ekki á í umræðunum, því hjer átli rikið hagsmuna að gæta og skyldur að rækja, enda þótt að eins væri um tryggingar að ræða, stofnaðar af fúsum vilja hinna trj'gðu. Erfiðleikarnir lágu á þessu sviði í tryggilegri framkvæmd. Loks er þess atriðis að geta, er einna mestum ágrein- ingi olli, og setti sinn blæ á alt skipulagið og aðstöðu ríkis- ins til þess. Þegar er praktiskir menn fóru að leggja niður fyrir sjer, hvernig tryggingarmálefnum yrði fyrir komið á framannefnd- um grundvelli, og það var sjerstaklega gert á Þýskalandi, ^ varð þeim Ijóst það höfuðatriði, að atvinnan, þ. e. hinn til-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.