Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 16

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 16
12 25 30°/o, rúmur fjórði hluti, þannig kominn sökum veikinda. Fyrir 15—20°/o var ústæðan fráfall framfærslumanns, fyrir 8—10% bilun frá vinnu (Invaliditát), fyrir 7—8% ellibilun og fyrir 3—4% slysfarir.5) Hjer á landi voru fardagaárið 1901—2, áður en nokkurra tryggingarráðstafana gætti, þurfamenn taldir þannig í skýrsl- um hreppsnefnda til nefndar þeirrar er undirbjó fátækra- lögin frá 1905: Einhleypir þurfamenn................977 Kvæntir menn........................666 Ekkjumenn........................... 50 Ekkjur með börnum...................176 Konur með óskilgetnum börnum . 199 Munaðarlaus sveitarbörn .... 118 Samtals. 2186 Börn þurfamanna, þau eráómaga- aldri voru, töldust............... 3246 Konur þurfamanna....................666 voru þannig samtals............... 6098 manneskjur á fátækraframfæri. Ástæðurnar fyrir styrkþörf þurfamanna eru taldar þessar: Ellilasleiki........................538 Geðveiki............................154 Sjónleysi...........................133 Önnur veikindi og heilsuleysi . . 620 Drykkjuskapur.......................121 »Ráðleysi« og leti..................287 Barnafjöldi og aðrar ástæður . . 516 Samtals. 2369 Þar sem tala þeirra þurfamanna, er ástæður þessar geta náð til, er að eins 2068 (2186 118 munaðarleysingjum), virðist nokkuð af ástæðunum tvitalið, enda hljóta ýmsar fleiri ástæður að liggja til styrkþurftarinnar eu taldar eru, þó eigi sje hægt að sjá þær af skýrslunum.3) Um eina af 1) Sjá ritgerð eftir K. Kumpmann: Arbeitslosigkeit und Arbeitslo- senverzicherung i H. W. B. der Staatsxvissenchaften. 1. Bd. bls. 805. 2) Tölurnar hjer að framan eru teknar eftir Skýrslum um þurfa- menn og munaðarlaus sveitarbörn, fátækraframfæri þeirra, aldur og ástand fardagaárið 1901—2, með hliðsjón til sveitareikninganna 1895— 1899, eftir Guðjón Guðlaugsson. Rvík. 1905. Er skýrslan fylgiskjal við nefndarálit fátækra- og sveitarstjórnarmálanefndarinnar, er skipuð var 13. nov. 1901. Er mikill fróðleikur í skýrslu þeirri, þó hjer sje að eins drepið á þau atriði, er snerta tryggingarmálefni.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.