Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Qupperneq 28
24
slysabóta upp í 4000 kr., dánarbætur upp í 2000 kr. og við-
bót til barna tvöfölduð.
Eftir það að þessar breylingar voru komnar á, voru aðal-
upphæðir Slysatryggingarinnar, fyrir árið 1923, þessar: ið-
gjöld kr. 134056,31, iðgjaldatillag ríkissjóðs 7489,70, framlag
ríkissjóðs til stjórnarkostnaðar kr. 5600,00. Bæturnar voru:
slysabætur (örorkubætur) kr. 20600,00, dánarbætur kr. 71200,00.
Sjóður í árslok kr. 283412,62.
Af framanskráðu má sjá, að höfuð-ágalli slj'salrj'ggingar-
innar, að svo komnu, var það, hve þröngt svið henni var
markað, hún var að eins sjómannatrj'gging. Þetta dró bins-
vegar nokkuð úr öðrum ófullkomleika á skipulaginu, sem
sje þeim, að ekki var tekið tillit lil mismunandi áhættu, ið-
gjöldin voru alt af eins. Þö áhættutegundin væri aðallega
ein og hin sama, sjávarhættan, vjek þó harla misjafnlega við
um praktiska tryggingarstarfsemi, eins og sjá má af eftir-
farandi yfirliliJ) fyrir árin 1919—1923 yfir bætur í hundr-
aðshlutfalli við iðgjöld, flokkað eftir því, á hverskonar skipi
atvinnan var stunduð:
Dánarbætur Slysa-(örorku)- bætur Alls
Gufuskip 18,1°/° 4,6% 22,7%
Seglskip 87,6- 0,0- 87,6-
Mótorskip yfir 12 lestir. . 120,0- 5,6- 125,6-
Mótorbátar undir 12 lestum 126,5- 5,5- 132,0-
Róðrarbátar 41,0- 4,5- 45,5-
Meðaltal. 78,6% 4,1% 82,7%
Eflir þessu ytirliti voru iðgjöldin nærri lagi fyrir sjómenn
á seglskipum, alt of há á gufuskipum og róðrarbátum og alt
of lág á vjelbátum og vjelskipum. Þess er þó að gæta að
samanburðurinn nær að eins yfir 5 ár.
e. Lög nr. 44, 27. júní 1925.
Ur þessum ágöllum og ýmsum fleirum var mikið bætt
með núgildandi lögum nr. 44, 27. júni 1925 um slysatrygg-
ingar, þó enn sje skipulaginu að sumu leyti áfátt, sem siðar
skal að vikið.
Helstu umbæturnar eru þær er nú skal greina:
1) Sjá Alþingistíöindi 1925, A. bls. 276.