Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 35
31
hjú um nokkurn tima og þvílik ákvæði, bæta að eins að
litlu leyti úr þessu og eru alt annars eðlis.
Bæturnar eru ekki hærri en það, að sjaldnast getur verið
um fulla tryggingu að ræða. Bæturnar eru að mestu ákveðn-
ar sem föst upphæð í eitt skifti fyrir öll. Skipulagið verður
því að þessu leyti ónákvæmt og slíkt hið sama verður að
segja um dagpeningana, að nánari ástæður hins tnrgða koma
þar of lítið til greina.
Auk þessa, sem finna má að slysatryggingailögunum sjálf-
um, eru ýmsir ágallar á skipulaginu, sem ekki beinlínis
snerla fj'rirkomulag sjálfrar sljrsatryggingarinnar, en stafa frá
því, að hún stendur ein uppi, er ekki raunvernlega liður í
heildarkeríi. Sjerstaklega vanlar á aðra höndina sjúkratrygg-
ingu, á hina almenna örorku- og ellitryggingu.
Sjúkratrygging, sem ásamt öðrum sjúkdómum annaðist
veikindi, er stafa af slysum, fyrstu 4 vikurnar, áður en til
slysatryggingarinnar tekur, mundi vinna tvöfalt gagn. — Að
öðru leytinu slyður hún hinn slasaða, er ekki á á hæltu að
vera forsjárlaus, meðan biðtími stysatryggingarinnar er að
líða, að hinu leytinu getur sjúkratryggingin unnið beinlínis
i þágu slysatryggingarinnar og stuðlað að því, að draga úr
afleiðingum slyssins, þannig að jafnvel ekki komi til kasta
slysatryggingarinnar. Eðlilegt skipulag sjúkralrygginga gerir
þær miklu hæfari til þess að stuðla að bráðri læknishjálp
og umönnun, en á þessu getur það einatt ollið, hversu mikil-
fenglegar afleiðingarnar af meiðslunum verða.
Alveg á samsvarandi hátt getur örorkutrygging, sem ekki
er bundin því skilyrði, að örorkan stafi af slysi, svo og elli-
trj'gging, bælt upp slysatrygginguna og stutt hana.
Frumvarpið að sl)rsatryggingarlögunum frá 1925, er sam-
ið af nefnd, skipaðri sjerfróðum mönnum, er vitanlega var
það ljóst að þeir ágallar, er nú voru nefndir, væru á fyrir-
komulaginu, enda er minst á flesta þeirra í greinargerðinni
fyrir frumvarpinu'). Það sem veldur þvi, að nefndin sjer
ekki fært að ráða bót á göllunum, að svo komnu, er auð-
sjáanlega það, að henni vex i augum að gera ráð fyrir þeim
starfs- eða eflirlitsmönnum, er nauðsynlegir yrðu með full-
komnara skipulagi. Að vísu kemst nefndin stundum svo að
orði, að fullkomnara eða nákvæmara skipulag sje ekki tekið
upp, »vegna þess, hve eftirlit er örðugt«, en reglurnar eru
1) Alþingistiðindi 1925. A, bls. 272—278.