Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 38

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 38
 34 aurum á dag og eigi j’fir 2/s af venjulegum dagtekjum sjúklingsins. 5. Iðgjöld til samlagsins skulu vera svo ká, að stjórnar- ráðið telji þau, ásamt landssjóðsst}'rknum, nægja fyrir tryggingunni. 0. Samlagið skal haga störfum sínum og stjórn eflir regl- um, sem sljórnarráðið setur. Undanþágu frá þessum ákvæðum getur stjórnarráðið veilt að þvi er dagpeningana snertir, þannig að þeir falli niður með öllu utan kaupstaða og kauptúna, sem læknir er bú- settur í, og ennfremur að þeir falli niður, einnig á þessum stöðum, ef um giftar konur er að ræða, eða vistráðin hjú, eða aðra þá sem halda kaupi sinu, þó þeir sjeu frá verki vegna veikinda. Skilyrðin fj'rir rjetli til viðtöku í lögskráð sjúkrasamlag eru þessi: a. að maður eigi heima í samlagshjeraðinu. b. sje eigi yngri en 15 ára og eigi eldri en fertugur, er hann beiðist viðlöku. c. hafi engan viðloðandi eða ólæknandi sjúkdóm, er skerði eða geti skert vinnuþol hans, enda sje hann fullhraustur er hann gengur í samlagið, d. eigi ekki skuldlausar eignir, er nemi meiru en 5000 krónum. •Sje viðtökubeiðandi búseltur i kaupstað eða kauptúni. sem læknir er búsettur i, er það ennfremur skilyrði e. að árstekjur hans fari ekki fram úr 1200 kr. að viðbætt- um 100 kr. fyrir hvert barn innan 15 ára, sem hann framfleytir. Loks er lögskráðu sjúkrasamlagi leyfilegt að veita viðtöku mönnum, sem eru yfir fertugt, gegn hærra iðgjaldi, en eng- an rjett eiga slikir menn til viðtöku. Sömuleiðis er lögskráðu sjúkrasamlagi heimilað að taka við hlutlausum (passivum) fjelagsmönnum. Framangreint tekjuhámark var með lögum nr. 35, 3. nóv- ber 1915 hækkað upp í 1800 kr., með lögum nr. 80, 28. nóvember 1919 upp í 3000 kr. og loks með lögum nr. 42, 4. júní 1924 breytt þannig, að árstekjurnar fari ekki fram úr 3000 kr., auk sömu dýrtíðaruppbótar, sem starfsmenn ríkis- ins njóta á hverjum tíma, að viðbættum 500 kr. fyrir hvert barn innan 15 ára, er hann framfleytir.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.