Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 53

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 53
49 Ellistyrkur. Ákvæðin viðvikjandi ellislyrk eru sumpart alnienns eðlis, taka til alls almennings, sumpart er um sjerákvæði að ræða, er að eins taka til flokka af starfsmönnum hins opinbera eða til embættismanna, sjerákvæði, sem taka yfir fleira en elli, einkum líka örorku, og að mestu eru í tryggingarformi. — Pessar tvær tegundir ellistyrktar skulu nú taldar livor út af fyrir sig. A. Almennur ellistyrkur. Hjer skal að eins lýst skipulagi því, er nú gildir, eins og það er ákveðið í lögum nr. 17, 9. júlí 1909, um almennan elli- styrk og síðari lögum um breytingar á þeim. Er ekki ástæða til að rekja nánar aðdragandann að þessu skipulagi, af þvi að alment notagildi þess, þrált fyrir töluverðar umbúðir, er til- tölulega litið og ekki sjáanlegt að það eigi fyrir sjer að auk- ast, svo að nokkru nemi, í tið þeirra manna, er nú lifa, nema breylingar komi til. Ellistyrktarsjóðirnir eiga rót sína að rekja til »styrktar- sjóða handa heilsubiluðu og ellihrumu alþýðufólkiff, er stofn- aðir voru samkvæmt lögum 11. júlí 1890 um styrktarsjóði handa alþýðu. Til sjóða þessara var lagt árgjald á öll hjú og lausamenn á aldrinum 20 — 60 ára, 1 kr. á karlmann og 30 au. á kvennmann, og áltu sjóðir þessir að standa á vöxt- um i 10 ár, áður en farið væri að nota þá. Að þessum 10 árum liðnum átti að úthluta hálfum árstekjum sjóðanna, til handa heilsulitlum eða ellihrumum fátæklingum, er eigi þiggja sveitarstyrk. — Skipulagið alt var allumsvifamikið, einnig eftir að því hafði verið breylt með lögum 18. des. 1897, sem eðlilegt var, þegar af þeirri ástæðu, að slikar smá- upphæðir átti að innheimta hjá svo mörgum mönnum. Lög- in frá 1909 eru í aðalatriðunum i sama farinu. Samkvæmt 1. grein laganna frá 1909 skal í hverjum kaup- stað og hreppi á landinu stofna slyrktarsjóði handa elli- hrumu fólki og renni styrktarsjóðirnir handa alþýðufólki í þá. Gjaldskyldir eru allir á aldrinum 18—60 ára, að þeim einum undanteknum, sem trygt hafa sjer fje til framfærslu eftir 60 ára aldur, að upphæð 150 kr. á áriað minsta kosti, svo og þeim, er eru á sveit, sæta hegningarvinnu eða að áliti hreppsnefndar eru 7

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.