Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 55

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 55
51 nr. 60, 22. nóv. 1907. ^Gjöld þessi námu árið 1921 alls 755 kr. Vaxlatekjur sjóðanna námu sama ár 26598 kr. Ennfremur leggur rikissjóður til árlegan styrk, er sam- kvænit lögum nr. 33, 1917, nemur 1 kr. fyrir hvern gjald- skyldan mann til sjóðsins það ár. Tillag rikissjóðs hefir síð- ustu þrjú árin verið 1923: kr. 45009,00 (L. R 18. gr. IV.). 1924: — 45168,00 ( — — — —). 1925: - 44904,00 ( — — — —). Um slyrkveitingar úr sjóðunum er svo ákveðið, að jafn- aðarlega skuli úthluta í hverjum hreppi (kaupstað) 2/3 hlut- um af álögðu ellistyrktarsjóðsgjaldi það ár, svo og hálfum rikissjóðsstyrknum sama ár og hálfum vöxtunum af styrktar- sjóðnum fyrir næsta ár á undan og skal reikningshaldari skýra hreppsnefnd eða bæjarstjórn frá þvi, fyrir júlilok, hver upphæð er til úthlutunar og skal það auglýst fyrir lok ágústmánaðar, umsóknir komi fyrir lok september og út- hlutun fari fram fyrir lok októbermánaðar.1) Skilyrðin fyrir því að umsækjandi um styrk komi lil greina eru alment þessi: að hann eða hún sje ellihrumur fátæklingur, fullra 60 ára að aldri eða þar yfir, eigi heima í hreppnum (kaupstaðnum), eigi framfærslurjett hjer á landi, — hvar hann er sveitlægur skiftir ekki máli — og hafi ekki þegið sveitarstyrk síðuslu 5 árin. Styrkur til lækninga, lyfja, sjúkrahúsvislar o. þvíl. telst ekki til sveilarslyrks i þessu efni. Ekkju og skilinni konu, einnig borð- og sængurskilinni, má veita styrk þótt eigi sjeu liðin 5 ár síðan maðurinn, samvist- um henni, þá af sveit. Loks má veita heilsubiluðum fátækl- ingum styrk, þó ekki hafi þeir náð sextugu, ef sjerstakar, knýjandi áslæður eru fyrir hendi, sjá 14. grein laganna. Þegar þessi skilyrði eru fjrrir hendi, á við úthlutun styrks- ins — bæði um það hverjir fái styrk og hve mikinn — að hafa það einkanlega fyrir augum, hve mikil og brýn þörf umsækjanda er, svo sem hvort hann hefir mikla fjölskyldu 1) Paö er engu likara en aö löggjafinn hafi verið að leika sjer aö skriffinskunni í ellistyrkslögunum. Um 9 mánuöi á ári hverju á í hverjum einasla mánuði eitthvað merkilegt að fara fram á pappírnum, en loks í októbermánuði, eftir 9 mánaða undirbúning, fæðast alófullnægjandi smáslyrkir, pvi nær altaf i námunda við lágmarkið, 20 kr., til handa litlum hluta þeirra, er styrkpurfar eru og fullnægja almennu skilyrð- unum fyrir styrk.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.