Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 56
52
fram að færa, hvort sjúkdómur cr á heimili hans eða aðrar
ósjdlfráðar ástæður valda þörfinni.1) Ennfremur á að taka
tillit til þess, hvort hann er reglusamur og vandaður maður.
Allar upplýsingar umsækjanda um styrkverðleika hans
skulu voltaðar af einhvcrjum »málsmetandi mannicr.
Styrkur má ekki vera undir 20 kr. og ekki yfir 200 kr. og
er veiltur fyrir eitt ár i senn.
Slyrkveitingar úr ellistyrktarsjóðunum námu árið 1921
samtals 75946 kr. til 2042 styrkþega, eða 37 kr. 19 au. að
meðaltali á hvern.
Raunveruleg þýðing almenna ellistyrksins.
Það cr vel frá ellistyrktarsjóðunum gengið, og tryggilega,
sem sjóðstofnun. Við höfuðstólinn legst árlega: hálfur rikis-
sjóðsstyrkurinn, hálfir vextirnir og þriðjungur af styrktarsjóðs-
gjaldinu auk leyfisbrjefagjaldsins. Það lætur því nærri að
sjóðirnir nú sem stendur aukist um 60000 kr. árlega. En að
sama skapi sem tekjunum er varið til sjóðssöfnunar, að sama
skapi minkar vitanlega raunhæft nútima notagildi ellistyrks-
ins fyrir þá, sem styrkþurfa eru. Skoðað frá þeirri hlið er
skipulagi almenna ellistyrksins allmjög ábótavant.
l’eim, sem til sjóðanna gjalda, er ekki trygður rjettur til
styrks, þó þeir uppfylli öll tilselt almenn skilyrði. t*eir eiga
undir högg að sækja um mat hreppsnefndar eða bæjar-
stjórnar á sjerstökum verðleikum þeirra í samanburði við
aðra, og þar kemur meira að segja til greina, hvað styrk-
þurfarnir sjeu »reglusamir og vandaðircr, orðatiltæki sem
verða harðla óákveðin, undir eins og vissu lágmarki sleppir,
og að minsta kosti ekki þurfa að standa í neinu sambandi
við styrkþörfina. Hvort eða hve lengi hlutaðeigandi hafi
greilt ellistyrktargjald kemur ekki til greina. l’ó svo umsækj-
andi hafi komist í gegnum hreinsunareldinn og fengið styrk,
nær það að eins til eins árs. Hann getur ekki með fullri
vissu bygt á því að hann haldi slyrknum.
Hjer er þvi ekki um tryggingu að ræða og ellistyrktar-
gjaldið verður engan veginn skoðað sem tryggingargjald.
Yfirleitt verður ekki litið á gjaldið öðru vísi en sem skatt,
að vísu álagðan i sjerstökum tilgangi, en þó skatt og það
meira að segja nefskatt, þar sem ekki er tekið tillit til kring-
1) Sbr. Reglur um úlhlulun slyrks úr ellistyrktarsjóðum, nr. 6, 3.
jan. 1910.