Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 64

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 64
00 arins gætir að visu litt i sambandi við sjálfa trygginguna, þvi að mestu yrði starfið að vera ólaunað, hvort sem það væri lagt á menn sem kvöð, eða notaðir að nokkru starfs- menn, er gæfu sig til af fúsum vilja, en fyrir heildina er það af atriði, að draga úr kostnaði og fyrirhöfn, á hverjum sem það svo lendir. Mótbárurnar gegn heillegri starfrækslu eru helst þær, að sitt hæfi hverri áhættugrein. Sjúkratryggingar fari best fram í fremur smáum stíl, því þar lcomi mest undir nákvæmni og gæslu, örorkutr}rggingar og ellitryggingar verði þar á móti að vera sem víðtækastar, til þess að áhættu-dreifingin verði sem best. Slysatrygging gegn atvinnuslysum sje loks svo sjerstaks eðlis, — með áhættuflokkun og varúðarráðstöfun- um, er sjerfræðingar verði að hafa með höndum, o. þvíl. — að hana verði að starfrækja út af fyrir sig. Að sumu leyti eru þessar mótbárur rjettmætar, en heildar- starfrækslu má vel haga þannig1), að ekki hverfi kostirnir við sjerstaka starfrækslu og að fult tillit sje tekið til þess, hver munur er á einstökum tryggingargreinum að eðli til. Það er ekki að eins munur á tryggingargreinum, það er líka mjög misjöfnum kringumstæðum til að dreifa innan hverrar einstakrar greinar. Fullri nákvæmni í þessum efnum er auð- veldast að koma við í sambandi við heildarstarfrækslu, og hún virðist óhjákvæmileg hjer á landi, eins og högum er háttað. Styrkveitingar eða trygging. í eðli sinu eru styrkveitingar og eiginlegar tryggingar ekki eins fjarskyldar, og orðin benda til. Munurinn þarf ekki að vera annar en sá, að tryggingargjaldið sje lagt á og innheimt eftir sömu reglum og aðrir skattar og gjöld til hins opin- bera, i stað þess að koma fram sem sjerstök iðgjöld. En i rauninni dregur þessi munur marga fleiri dilka á eftir sjer. Hreint styrktarfyrirkomulag, sem ekki setur framlög af hendi einstaklingsins að skilyrði, leiðir af sjer opinbera starf- rækslu. Eins og ástatt er hjer á landi, gæti þar varla annað komið til greina en ríkisrekstur. — Styrktarstofnunin verður ekki eins óháð og hún þarf að vera, bæði að skipulagi og 1) Sjá bls. 82 bjer á eftir,

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.