Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Síða 69
G5
ast liggja betur við úrlausn hjer á landi en viðast annars-
staðar.
b. Alvinnutrygging.
Atvinnutryggingar eru samkvæmt hlutarins eðli margvís-
legum erfiðleikum háðar.1) Það yrði oflangt mál að rekja
hjer allar þær helslu lillögur til úrlausnar, sem fram hafa
komið, enda að mestu óþarft, að því er snertir viðhorf máls-
ins hjer á landi. Að eins þau atriði, er máli skifta frá þessu
þrengra sjónarmiði, skulu hjer rakin.
lJað er einkennilegt um tryggingu atvinnulausra, að þar
kcmur það Ijósar fram en í nokkurri annari tryggingargrein,
að aðalatriðið er að fyrirbyggja skaðann, afstýra hættunni.
Enginn hugsar til þess, að hægt sje að úlrýma algerlega
veikindum, slysum eða ellihrumleika; hugsjónin er aðeins
að draga úr þessu, sem mest má verða. Hitt er engin fjar-
stæða, að vilja gersamlega útrýma atvinnuleysi. í ýmsum
löndum og á ýmsum tímurn hefir atvinnuleysi raunverulega
ekki veiið til að dreifa. Atvinnutrygging er því eina trygg-
ingargreinin, sem getur haft að takmarki að gera sjálfa sig
óþarfa, að því leyti að ekki komi til neinna bóta. Þetta tak-
mark virðist liggja óvenjulega nærri hjer á landi, eins og
atvinnugrundvellinum er háttað.
Ráðstafanir þær, er miða að þessu aðaltakmarki, verður
auðvitað atvinnustjórnin2) í hverju landi að hafa með hönd-
um. Hinsvegar verður stjórn og starf almannatryggingar,
hvort sem hún nær lengra eða skemra, að vera algerlega
sjálfslæð og óháð. IJelta getur því ekki farið saman, og ef
almannatrygging á að hafa íhlutun um atvinnutryggingu,
getur hún að eins náð til annarar og þýðingarminni hlið-
arinnar, bótahliðarinnar, svo sem að hafa greiðslu dagpen-
inga með höndum o. þessk.
Starfsemi almannatryggingar yrði því með miklu þrengra
sniði um þessa tryggingargrein en hinar aðrar. Auk þess má
telja ýms fleiri tormerki á því, að almannatrygging hjer á
landi hafi þessa þrengri hlið atvinnutrygginga með höndum.
1) Sjá bls. 13—18 hjer að framan.
2) Með atvinnustjórn er hjer vitanlega ekki ált við þá deild stjórn-
arráðsins, er nefnist atvinnumáladeíld. Undir atvinnustjórn renna
margar fleiri stoðir, svo sem bankar og lánstofnanir, fjelög framleið-
enda, atvinnurekenda og verkamanna, o m. fl. Pjóðbankinn hefir í
flestum löndum forystuna í þessum efnum.
9