Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 75

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 75
71 næst að leggja gjald í þessu skyni á menn, sem lausir væru við framfærslu og á ljettasta aldri, t. d. 30—45 ára. Slíkt gjald hefði þann kost, að það yrði kyrt þar sem það væri komið. Einhleypar manneskjur gætu ekki þessvegna tekið meira fyrir framleiðslu sína eða vinnu og þannig velt gjaldinu yfir á aðra. 2. Tryggingarskyldan og takmörk hennar. Samkvæmt uppruna sinum og tilgangi, var trygging og tryggingarskylda frá byrjun þröngum takmörkum háð. Aðal- markmiðið var að styðja þá meðborgara, er efnalega voru veikir fyrir, og ein aðalmótbáran gegn tryggingarskjddunni var sú, að hún lamaði sjálfsbjargaiviðleitni manna. Hvort- tveggja leiddi lil þess að miða við hámark lekna eða eigna og hafa þessi takmörk sem þrengst. Upprunalegu takmörkin hafa verið mjög mikið rýmkuð, enda voru miklar veilur á báðum aðalrökunum. l3að er harðla óviss ályktun frá því, að maður á besta skeiði sje fyrir ofan tekju- eða eignatak- mörkin og til þess, að óhætt sje að halda honum fyrir utan trjrggingu. Reyndin varð einatt öll önnur. Hin rökfærslan var í raun rjettri út í hölt. Þegar til átti að taka, varð ekki ráðið fram úr styrkþörf einstakiingsins eftir því hvort hann einhvern líma áður hefði átt að geta verið sjálfbjarga, ef hann nú áreiðanlega var ósjálfbjarga. Ef neita álti honum um aðstoð, eða binda hana sjerlega hræðandi skilyrðum, varð það að gerast i þeim tilgangi, að draga ekki úr sjálfsbjargar- viðleitni annara manna. En þá var þessi hugsanaferill eig- inlega ekki nema hálfur, því beint áframhald hans var það, að láta þurfalinginn sæta hegningu, öðrum lil viðvörunar og sjálfsbjargarhvöt þeirra til uppbyggingar. — t*að var auðsjá- anlega umsvifaminna að hafa heldur tryggingarskylduna rýmri. Takmörkin hafa sem sagt verið stórum rýmkuð og það, sem nú á dögum helst mælir með þvi, að halda þeim að nokkru leyti, er það atriði, að tryggingarnar eru stórum studdar af almanna fje og þá ekki nægileg ástæða til þess að láta þenna stuðning ná til efnaðra manna. Eins og nú er verðiag hjer á landi, yrðu venjuleg tekju- takmörk í þessu efni í námunda við 6000 kr. I3að væru að eins tiltölulega fáir menn, sem utan þeirra fjellu. Auk þess væru flestir þeirra á stöðugu ferðalagi l'ram og aftur yfir tekjutakmörkin. Heillegast væri að sleppa öllum slíkum tak-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.