Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Síða 85
81
fyrst í stað að sama skapi minna, en það væri þó alt af há-
tið hjá því, sem nú er.
Útreikníngar fyrirfram eru líka af öðrum ástæðum gagns-
litlir, eins og nú hagar til. — Úað voru nefndar 45 kr. En
45 kr. íslenskar eru algerð áætlunar-upphæð nú á dögum,
það eina vissa er að þær eru ekki 45 krónur. Það mætti
orða það, að þessi upphæð mundi verða í námunda við 30
kr., þegar verðlagið væri farið að komast í samræmi við
gullvirði. Hvort eða hvenær þetta verði er nú þoku hulið.
Allar peningaupphæðir á þenna mælikvarða eru áætlunar-
upphæðir, eða rjettara sagt, bláber spádómur.
Þelta, með öðru, styður að því, er áður var sagt, að al-
mannatrygging, öryggis síns vegna, verður að kappkosta að
búa sem mest að sinu eigin og láta beina framfærslu og
stuðning í tje — in natura — svo sem því verður við kom-
ið, fremur en að reka peningabúskap.
Starfrækslan.
Hlutverk almannatryggingar gerir ákveðnar kröfur til þess,
hversu stjórn hennar skuli háttað og störfum skift.
Full nákvæmni og gæsla útheimta undirstjórnir, sem hafa
ákveðið, takmarkað starfsvið og eru til taks þegar i stað, er
hagsmunir tryggingarinnar og hinna trygðu eru í veði. Fult
yfirlit og samræmi í starfinu útheimtir sameiginlega yfir-
stjórn. Auk þess liggur einatt nærri að hafa miðstig í þess-
um efnum, stjórnar- og starfslið með þrengri verkahring en
yfirstjórnin, en sameiginlegum fyrir fleiri eða færri undir-
deildir. Samfara slíkri verkaskiftingu verður skifting á fje og
öðru, er tryggingin hefir til umráða við starfið, að vera. —
Auk þessara aðalatriða getur það legið nærri að taka tillit
til þess skipulags, er fyrir kann að vera, eða hverju skipu-
lagi landsmenn eru vanir og kunnugir i þessum efnum.
Erlendis getur það einatt verið álitamál, hvort hagkvæm-
ara sje, að miða frumstigið í starfi og stjórn við skiftingu
eftir atvinnu (occupational division), eða eftir hjeruðum
(regional v. territorial division). Hjer á landi kemur eklci
annað til mála, en hjeraðaflokkun. Að eins í einu hjeraði,
Reykjavik, væri hugsanlegt í framkvæmdinni að hafa eitt-
hvert gagn af skiftingu eftir atvinnu.
n