Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Síða 87
83
mikið veltur á því, að tryggingarstjórnin á frumstiginu sje
áhugasöm og framtakssöm. Það getur orðið óhæfilega dýrt,
ef menn þar vinna verk sitt með liangandi hendi. Vanræksla
má því ekki líðast, en þó eitthvað takist óhönduglega með
framkvæmdir, er það miklu afsökunarverðara, einkum þegar
þess er gætt, að einatt verður skjótt við að bregða og án þess
að mikill tími sje til umhugsunar.
Það væri aðallega læknirinn sem væri hin sívakandi sam-
viska trjrggingarstjórna, en vanrækslan gæti snert fleira en
bein heilbrigðisatriði.
Þenna rjett yrði yfirstjórn að hafa yfir starfsliðinu, einkum
í byrjun, meðan verið væri að koma þvi í starfhæft ástand.
Yfirleitt er engin hætta á öðru, en að fljótlega lenti starfið á
bestu mönnunum, sem völ væri á.
Starfsvið tryggingarstjórnar í hverri sveit, væri fyrst og
fremst það, að hafa með höndum framkvæmdir um almenna
heilbrigði, bæði eftir ráðstöfun yfirstjórnar, læknis og af eig-
in framtaki. — Gagnvart hinum trygðu, yrði hún að sjá um
allar fyrstu ráðstafanirnar, hvort sem um veikindi, fráfall
framfærslumanns, örorku eða slysfarir væri að ræða. Hve
lengi hún ætti að annast trygða menn, eða hvenær næsta
stjórnarstig ætti að taka við, færi allt eftir nánari ástæðum.
Um veikindi og slys væri eðlilegast að setja takmörkin við
það, hvort sjúkrahúsvist kæmi til eða lækning færi fram í
heimahúsum. Hvar tímatakmörkin væru sett um framfærslu
barna og gamalmenna, færi nokkuð eftir samskonar tilliti,
svo og því, hve mikið fje undirstjórninni væri ætlað að hafa
með höndum. Yfirleitt væri starfaskiftingin að þessu leyti,
milli undir- og yfirstjórnar, í sjálfu sjer algert fyrirkomulags
atriði. Þegar kaupstaðir eða stór kauptún eiga í hlut, geta
afbrigði um starfaskiftingu legið nærri, og hún þyrfti ekki
einu sinni að vera eins í öllum sveitahjeruðum, heldur gæti
að ýmsu oltið á því, hversu samgöngum væri komið og öðr-
um staðháttum.
Mjög hlyti það og að ráða um skiftingu, hversu stöðuga og
nákvæma gæslu þyrfti að hafa. Framfærsla í heimahúsum
yrði því aðallega í hlutverki undirstjórnar.
Auðvitað væru skyldur undirstjórnar öldungis hinar sömu,
hversu sem heimilisfangi hins trygða væri farið. Hvort um
aðkomumann eða ferðamann væri að ræða, skifti engu máli.
Hvort og hvenær hagkvæmast væri að flytja slíkan mann á
sjúkrahús eða heim til sín, færi algerlega eftir hans þörfum