Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Síða 88
84
og áliti læknis. — Skuldaskifti milli hjeraða ættu sjer ekki
stað. Hver undirstjórn stæði að eins í sambandi við sína yf-
irstjórn. All þras og karp, sem nú teknr hálfa starfskrafta
sveitarstjórnanna, væri útilokað. Það yrði að annast hvern
þar sem hann væri staddur, alveg eins og gjaldskylda yrði
að miðast við dvöl, en ekki heimilisfesti. — Tæki einhver
mannskepna upp á því, að fara að flytja til börn eða gam-
almenni að raunalausu, sætti það vitanlega hegningu, eftir
þeim ákvæðum er giltu um misnotkun tryggingar, að svo
miklu leyti sem það ekki fjelli undir almenn hegningailög.
Þar sem samgöngur eða aðrar ástæður væru til, þyrfti
sveitaskiftingin ekki að vera því til fyrirstöðu, að utansveit-
armaður segði sig í sveit með annari tryggingarstjórn. En
það yrði þó að vera því skilyrði bundið, að hún vildi við
honum taka.
Starfsfje undirstjórnar yrði eðlilega trj'ggingargjald sveitar-
búa, enda hefði hún innheimtu þess með höndum. Hvort
við 'þessa upphæð skyldi aukið eða frá henni dregið, færi
algerlega eftir þvi, hversu starfssviðið væri ákvarðað. Jafnað-
arlega yrði aðalkostnaðurinn framfærslueyrir og annar kostn-
aður við umönnun í heimahúsum.
Eins og undirstjórnum ekki mætti haldast uppi nein van-
ræksla, eins gætu þær vitanlega ekki farið niður fyrir sett
lágmark i framkvæmdum sinum, en að öfiru leyti væri
heppilegast, að undirstjórnir og' tryggingarhjeruð hefðu sem
ríflegast sjálfstæði (autonomie), svo og, að tvö eða fleiri
hjeruð gætu komið sjer saman um ýmislega samvinnu og
samstarf.
2. Miðstig tryggingarstjórnar.
Mörg störf almannatryggingar eru þannig vaxin, að nauð-
synlegt er eða hagkvæmast að anna þeim sameiginlega fyrir
töluvert stór landssvæði, stærri en sveitarhjeruðin, án þess
þó að þau eigi eðlilega heima hjá hinni sameiginlegu yfirstjórn
fyrir alt landið. Svo er um rekstur sjúkrahúsa, stofnana og
hæla ýmiskonar, auk annara ráðstafana og framkvæmda,
sem líkt er farið að þessu leyti.
Sú hjeraðaskipun, er til greina gæti komið að byggja á í
þessu efni, er helst skifting Iandsins í lælmishjeruð, sýslu-
skiftingin og fjórðunga-skipanin gamla.
Sýsluhjerað, og þá því fremur læknishjerað, væri einatt
of þröng takmörkun; samstarfið þyrfti að vera víðtækara.