Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 89

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 89
85 Skiftingin í læknisbjeruð er fyrst og fremst miðuð við liæfilega 3rfirsókn fyrir einn lækni, og hjeldi sjálfsagt góðu gildi sinu hvað það snerti, svo væru þau og oft hæfilegt um- dæmi fyrir sjúkraskýli. En að fles'u öðru leyti væru þau of smá og menn eru litt vanir samstarfi eftir læknishjeruðum. Sýsluhjeruðin væru líka að mörgu leyti of þröngur grund- völlur, en þeim fylgir þó sá stóri kostur, að þeim á grund- velli eru menn samstarfi vanir. Fjórðungaskiftingin liefði fyrst og fremst ekki þenna kost, hjeruðin yrðu að flestu leyti of stór, en þess er þó að gæta, að sje erfitt að koma á hæfilegri hjeraða-skiftingu, er betra að þau sjeu heldur of stór en of lítil. Þegar til lengdar læt- ur fer betur á því, að sama stjórnin hafi tvær eða fleiri sams- konar stofnanir að annast, en að tvær stjórnir eða íleiri sjeu saman um eitt og hið sama starf. Loks er þess að geta, að hjeraðaskiftingin, hver svo sem hún væri, ætti ekki jafnvel við um allar stofnanirnar, enda yrðu sumar þeirra að vera sameiginlegar fyrir allt landið og þá standa beint undir yfirstjórn trygginganna. í byrjun væri liklega, þrátt fyrir ýmsa ókosti, skást að halda sjer við sýsluhjeruðin, fyrst og fremst vegna þess, að þar eru menn samstarfinu vanir. Þetta leiddi þegar af sjer, að ýms samvinna yrði að eiga sjer stað, milli tryggingar- stjórna í tveimur eða fle’ri sýslum, og myndaðist þannig á eðlilegan hátt grundvöllur að hagkvæmri hjeraðaskipun1). Skipulag tryggingarstjórnar í hjeraði yrði mjög svipuð og á frumstiginu. Þriggja manna stjórn, með verkaskiftingu, kosin til 6 ára og þannig að einn væri kosinn annað hvort ár. Kjör þetta væri rjettast að fela meðlimum undirstjórna í hjeraðinu og binda kjörgengi við það, að hlutaðeigandi væri eða hefði verið i undirstjórn. Þegar yfirstjórn væri komin á, ætti hún kjör á einum manninum. Starfsviðið næði yfirleitt til þess, að annast þau trygging- armálefni i hjeraðinu, er fjellu fyrir utan verkahring undir- stjórna. Umsjón með rekstri sjúkrahúsa, elliheimila og barna- 1) Hæfilega lijeraðsskiftingin í þessu efni, sem fyrir mjer vakir, er helst þessi: Austfirðir með Austur-Skaftafellssýslu, 2 Suðurlandsundir- lendið með V.Skaftafellssýslu, 3. Reykjavik og umhverfi, 4. Borgarfjörð- ur og aðliggjandi sveitir, 5. Breiðifjörður, 6. Veslfirðir, 7. Húnavatns- sýsla með suðurhluta Strandasýslu og 8—10, Skagafjörður Eyjafjörður og Pingeyjarsýslur, en þessi þrjú síðastnefndu gætu ef til vill myndað eitt tryggingarhjerað.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.