Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Page 6

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Page 6
4 Ungu stúdenlar! Þegar þjer nú komið hingað til háskólans, til þess að byrja nám, þá finst mjer eðlilegast, að þjer spyrjið hverskonar stofnun þetta sje og hvað sje hingað að sækja. Það er líka gott fyrir okkur kennarana að athuga við og við háskólann sem heild, starfsfyrirkomulag hans og ytri og innri aðstæður og bera saman við erlenda háskóla. Þó að háskóli vor sje lítill, ef til vill sá minsti i heiminum, að kennaratölu og nemenda, þá er þó ekki úr vegi, að vjer berum oss saman við þá stærri og sjáum á þvi, hverju þarf að breyta og hvað má færa i betra horf. Kenslufyrirkomulagið hjer og þar er töluvert ólíkt og er munurinn aðallega í því fólginn, að kenslan hjer stendur miklu nær mentaskólakenslunni. Kenslan fer hjer mestmegnis fram með viðtali og yfirheyrslum, en erlendis er aðaláhersl- an lögð á fyrirlestra, sem kennararnir tlytja. Munurinn er mikill. Við yfirheyrslurnar verður að mestu levti að fara eftir ákveðnum bókum og lítið hægt út fyrir þær að komast. En yfirferðin verður meiri og er svo mikil hjer, að minsta kosti í læknadeildinni, þar sem jeg þekki best til, að heita má, að farið sje yfir alt það, sem heimtað er til prófs, á þeim tima, sem ætla má meðalmanni til náms- ins. Því er það, að stúdent sá, sem vel sækir kenslustundir á námstima sínurn, hlýtur að verða vel að sjer í sinni grein, nokkurnveginn jafnvígur alstaðar og hvergi götóttur. Þetta kemur líka i Ijós i prófunum, sem hjer eru yfirleitt góð, og það er afarsjaldgæft, að menn nái ekki prófi. Þar sem kenslan fer aðallega fram með fyrirlestrum verður yfirferðin aftur á móti miklu minni og er það auðskilið. Það væri lítið varið í, fyrir stúdentana, að hlusta á fyrir- lestur, sem tekinn væri nær því orðrjett upp úr kenslubók- unum, sem eru samanþjappaðar að efni og taka aðeins það allra nauðsynlegasta með. Nei, fyrirlestrarnir eru oftast um þau efni, sem kennarinn hefir lagt mikla rækt við og feng- ið eigin rejmslu um og segja þvi miklu rækilegar frá en

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.