Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Qupperneq 7

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Qupperneq 7
5 kenslubækurnar og taka miklu lengri tíma til yfirferðar yfir hvern kafla. Vjer skulum nú athuga nánar helstu kosti og lesti þess- ara kensluaðferða til þess að reyna að sjá, hvar við stönd- um og hvað laga þarf. Helsta kost yfirbeyrsluaðferðarinnar gat jeg um áðan, að yfirferðin er mikil og hver stúdent fær útskýrt nær því hvað eina, sem komið getur til prófs. Þetta er þvi mjög hentug kensluaðferð fyrir meðalmennina og fyrir þá, sem varla ná meðallaginu og verður líka til þess, að stúdentar sækja miklu betur kenslustundir en annars mundi. Með þessari aðferð kynnast lika kennarar og nemendur miklu betur og sambúð þeirra verður nánari og er það mikill kostur. Nemendur eiga þvi hægra með hjer en er- lendis að snúa sjer beina leið til kennaranna og fá útskýr- ingar og leiðbeiningar í náminu og kennarar halda sjer bet- ur ungum og fjörugum við nána sambúð við æskulýðinn, en þar sem segja má að nær því sje djúp staðfest milli nem- anda og kennara. En gallar þessa fyrirkomulags eru líka auðsæir. Námið verður þar næstum of auðvelt, stúdentarnir fá námsgrein- arnar tuggnar og meltar og hafa varla annað að gera en að sjúga þær í sig án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því að melta sjálfir. Þeir, sem vel sækja kenslustundir, þurfa lítið annað að gera. Þeir læra námsgreinarnar í kenslustundun- um. Þeir geta orðið lærðir menn með þessu móti, en þeir verða ekki jafnvel mentaðir og þeir hefðu orðið, ef þeir hefðu þurft að leggja meira á sig. Hvað kennurunum viðvíkur þá er yfirheyrsluaðferðin ekki heldur allskostar góð. Aðferðin er ekki nærri eins vandasöm og ekki eins tímafrek eins og fyrirlestrakenslan. Það er náttúr- lega gott fyrir þá að sumu leyti og nauðsynlegt hjer við há- skólann, þar sem allir eiga að vinna margfalt verk á við erlenda háskólakennara og þar að auki fást við hin og þessi aukastörf, ef þeir eiga að geta lifað sómasamlega, en það geta þeir ekki af laununum einum saman. En það er ilt að öðru

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.