Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Page 8

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Page 8
6 leyti, þeirra menlun liður líka við aðferðina og þeir verða síður vísindamenn, sem gera sjálfstæðar rannsóknir og finna ný sannindi. Pó er ekki þar með sagt, að heppilegt sje, að hver kenn- ari taki sig til að skrifa nýja kenslubók í sinni grein. Slíkt getur verið nauðsynlegt þar sem fáar kenslubækur eru til eða engar eins og var t. d. í ísl. lögum þegar lagaskólinn, tók til starfa, en lítil þörf á því fjuir íslenska læknakennara, sem eiga úr hundruðum erlendra kenslubóka að velja, sem hægt er að gefa út með miklu minni tilkostnaði en íslensk- ar bækur og endurnýja eftir þörfum. Ef vjer nú lítum á fyrirlestrakensluna, þá fylgja henni lika bæði kostir og lestir. Aðalkostirnir eru fyrir kennarana, sem með því móti verður að sökkva sér miklu dýpra niður í það efni, sem þeir ætla að tala um, en það verður aftur til þess að þeir mentast sjálfir betur, og ef til vill til þess að þeir flnna frekar nýjar leiðir. Fyrir nemendurna er það líka kostur að hlusta á góða og snjalla fyrirlestra og með því móti fá þeir meira að vita um það, sem kennarinn tekur til meðferðar en þeir mundu fá af kenslubókum og yfirheyrslum. En gallar eru á þessu kenslufyrirkomulagi ekki siður en hinu. Aðalgallann gat jeg um áðan, hvað yfirferðin er lítil og að kennarinn kemst ef til vill aldrei yfir alla kenslu- greinina. Jeg man það um einn erlendan prófessor, sem til var ætlast, að stúdentarnir tækju próf hjá eftir þriggja eða fjögra ára nám, að stúdentarnir reiknuðu út, að honum mundi endast fagið í 13 ár, ætti hann að komast yfir það alt. Það gengur ef til vill ekki svona seint hjá öllum, en seint gengur það og neyðir stúdentana til þess að leita sjer annarar fræðslu, annaðhvort upp á eigin spýtur eða þá með því að kaupa sjer kenslu aukreitis. Afleiðingin verður sú, að nemendurnir sækja kenslustundirnar miklu ver, þvi að fæstir ganga mentabrautina til þess eins að verða vísinda- menn og nú á tímum geta menn ekki heldur orðið visinda- menn í öllum greinum náms sins.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.