Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 29

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Blaðsíða 29
27 Læknadeildin. I. Upphafspró/. (Próí í efnafræði). Því prófi luku í lok síðara kenslumisserið 18 nemendur. II. Fyrsti liluti lœknapró/s (í líffærafræði og lífeðlisfræði). Það próf tóku í lok fyrra kenslumisseris 3 nemendur: Gísli Petersen, Jón Steffensen og Stefán Guðnason, en í lok síðara kenslumisseris 5 nemendur: Ásbjörn Stefánsson, Bjarni Sigurðson, Björn Bjarnason, Högni Björnsson og Karl Guð- mundsson. III. Annar hluti lœknapró/s. Próf í sjúkdómafræði og lyfjafræði tók í Iok fyrra misseris 1 nemandi: Einar Ástráðsson, en í lok siðara kenslumisseris 3 nemendur: Bragi Ólafsson, Ólafur Einarsson og Sigurður Sigurðsson. IV. Priðja hluta lœknaprófs (lokapróf) tóku í lok fyrra kenslumisseris 2 nemendur, en i lok síðara kenslumisseris 5 nemendur, eins og prófskýrslan sýnir. Skriflega prófið i fyrra skiftið stóð yfir dagana 29. og 31. janúar og 1. febrúar. Verkefni voru þessi í fyrra skiftið: I. 7 ly/lœknis/rœði: Artheriosclerosis i helstu innri liffærum. Einkenni og greining. II. 7 handlœknisfrœði: Hver varanleg mein geta af beinbrotum hlotist, hvernig verður hjá þeim komist og úr þeim bætt? III. í rjeltarlœknisfrœði: Af hverju má marka, hvort kona hefur alið barn eða ekki? Hversu skal haga rannsókn á lifandi konu? Hvernig á liki? Prófinu var lokið 5. mars. Skriflega prófið i lok siðara misseris stóð yfir dagana 30. og 31. mai og 1 júní.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.