Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Side 44
42
Mensa
starfaði þetta ár með líkum hætti og áður. Nokkurt þref varð milli
Háskólaráðs og Stúdentaráðs út af styrkgreiðslu til Mensa úr háskóla-
sjóði. Sömuleiðis urðu haiðar deilur milli Stúdentafjelags háskólans
og Mensastjórnarinnar út af fundahöldum fjelagsins á Mensa. Varð
Stúdentaráðið að eiga í málum þessum, og lauk þeim að lokum með
sigri fyrir Stúdentafjelagið, enda var það al-viðurkent, að eitt höfuð-
atriði í starfsskrá Mensa academica væri það, að skjóta skjóii yfir
háskólastúdenta og fundi þess. Að öðru leyti gekk reksturinn eins vel
og hægt er að vænta. En því miður er þess ekki að vænta, að Mensa
geti fullnægt til hlitar þeim kröfurn, sem gera verður til slíkrar stofn-
unar, meðan hún verður að gera sjer að góðu húsakynni þau, sem
hún hefur nú, en þau eru bæði dýr og ónóg. Vegna þessa dýra hús-
næðis, og af fleiri ástæðum, hefur orðið að reka matsöluna að sumriuu
með nokkrum halla. En þar af ieiðir, að verð á fæði að vetrinum
hefur oröið dýrara en ella. Mikiu veidur þó um hag Mensa, að stúdentar
sjálfir hlynni að henni og skifd við hana, en á því hefur verið mis-
brestur nokkur og er það iila farið. Eigi að siður má telja hag Mensa
góðan. En ekki er hag hennar fullborgið fyr en Stúdentagarðurinn kemst
upþ og Mensa hefur fengið ný húsakynni, betur við sitt hæfi en nú er.
Lesstofan og bókastafn stúdenta.
Fráfarandi Stúdentaráð hafði lagt til samkvæmt tillögum Þorkels
Jóhannessonar að hætt væri við lesstofuna, en í þess stað yrði komið
upþ bókasafni. Var sú tilhögun samþykt af Stúdentaráðinu og falið
Lúðvíg Guðmundssyni og formanni að undirbúa framkvæmdir í þessu
efni. Gerðu þeir fátt annað en að kaupa hókaskáp einn mikinn, og
visa frá sjer eða semja um gamlar skuldir lesstofunnar. En að vísu
er hjer um nauðsynlegt framfaramál að ræöa meðan sakir standa
þannig, að ekkert háskóiabókasafn er til. En svo er um þetta sem
fleira, að þess er eigi að vænta, að mikið verði aðgert, fyrri en Stúdenta-
garðurinn rís, þvi að húsnæði skortir. Pó er gott að byrjun er gerð.
Stúdentaskifti og Upplýsingaskrifstofa.
Hvorttveggja þetta var að mestu í höndura Lúðvígs Guðmundssonar,
svo sem fyrri. Fje var lítið til stúdentaskifta, þvi skuldir hvíldu á
nefndinni frá fyrra ári. Var einum stúdent veittur styrkur lil utanfarar.
En Upplýsingaskrifstofan kom mörgum að haldi, og sýnir reynslan,
að það er mikil þörf fyrir slíka stofnun, eigi aðeins vegna stúdenta
heldur alla þá, sem leita sjer mentunar erlendis. Komu t. d. ýrasir
iðnaðarnemar til Upplýsingaskrifstofunnar og fengu þann fyrirgreiða,
sem kostur var að veita.