Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Page 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Page 10
8 ann, og svipað er um hinar stéttimar að segja. Áhrifa náms- ins við háskólann ætti því að vera tekið að gæta víða á mörg- um sviðum þjóðlífs vors. Þegar háskólinn var settur í fyrsta sinni, 17. júní 1911, fór- ust þáverandi rektor, próf. Birni M. Ólsen, orð á þessa leið: „Vér höfum ástæðu til að vona, að háskólinn verði með tímanum gróðrarstöð nýs menntalifs hjá þjóð vorri, og sjá allir, hve ómetanlegt gagn það getur orðið fyrir menning vora og þjóðemi að hafa slíka stofnun hér innanlands. Meira að segja viljum vér vona, að háskólinn geti, þegar stundir líða, lagt sinn litla skerf til heimsmenningarinnar, numið ný lönd í ríki vísindanna, í samvinnu við aðra háskóla." Þannig lýsti hinn fyrsti rektor háskólans vonum þeim, er hann gerði sér um hinn unga og litla háskóla, sem þá var verið að koma á fót, og nú 35 árum seinna er full ástæða til að spyrja, hversu þær vonir hafa rætzt. Hefur háskólinn orðið gróðrarstöð nýs menntalífs hjá þjóð vorri? Þeirri spum- ingu tel eg, að óhætt sé að svara játandi. Síðustu 35 árin hef- ur miklu meira verið unnið að fræðistörfum hér á landi en nokkru sinni fyrr. Fleiri menn hafa unnið að þeim en áður, og þeir hafa ritað meir og komið víðar við í ritum sínum og rannsóknum en fyrirrennarar þeirra. Að vísu eru fræðistörf þessi ekki öll við háskólann tengd, en kennarar háskólans hafa þó átt sinn mikla þátt í þeim. Árið 1940, er háskólinn var fluttur úr hinu ónóga húsnæði, er hann þá hafði búið við í 24 ár, í hið nýja hús sitt, var gefin út skrá um rit há- skólakennara á árunum 1911—1940. Til hennar nægir mér að vísa um fræðirit kennara háskólans á þessu tímabili, og því starfi sínu hafa þeir haldið áfram síðan. Nú er verið að taka saman viðauka við ritskrá þessa fyrir árin 1940—1946, og kemur hún vonandi áður en langt um líður fyrir almennings sjónir. Mun þá sjást, að ekki hefur dregið úr þessari starf- semi kennaranna, og er áformað að gefa slíka ritskrá fram- vegis út á 5 ára fresti, og má hún verða kennurum háskól- ans bæði til leiðbeiningar og hvatningar. Þegar svo enn frem- ur er litið til fræðistarfs manna, sem sótt hafa menntun sína
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.