Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Síða 23
21
Iþróttasamband Islands fékk leyfi til þess að hafa námskeið
í heilsufræði og leikreglum 5.—31. maí 1947.
ATliance frangaise hafði að venju námsskeið í frönsku í húsa-
kynnum háskólans allan veturinn.
Byggingarsamvinnufélag starfsmanna Háskóla Islands. Há-
skólaráð samþykkti að mæla með því, að félaginu yrði leyft
að reisa íbúðarhús á landi því fyrir sunnan háskólann, sem
bæjarstjóm hafði lofað að ráðstafa ekki án samþykkis háskól-
ans, og voru þau skilyrði jafnframt sett af háskólaráði, að
eigi megi án samþykkis þess ráðstafa húsum þeim, sem þarna
verða reist, öðruvísi en til íbúðar fyrir starfsmenn háskólans
eða eftirlifandi maka þeirra.
Þá samþykkti háskólaráð að lána félaginu 1 milljón króna
úr Sáttmálasjóði til byggingar 12 íbúðarhúsa.
Sjóðir háskólans. Á þessu skólaári bárust gjafir í Minningar-
sjóð Davíðs Schevings Thorsteinssonar frá stofnanda sjóðsins,
Þorsteini Scheving Thorsteinsson, samtals 42000 krónur.
Legat Guðmundar prófessors Magnússonar og Katrínar
Skúladóttur. Samþykkt var að verja 25000 kr. til þess að
reisa fjós, fjárhús og hlöðu í Hrappsey, en ábúandi leggi fram
það, sem á vantar.
Nansens-sjóður í Osló. Stjóm sjóðsins ákvað að veita ís-
lenzkum vísindamanni styrk, 2000 n. kr., til vísindaiðkana í Nor-
egi. Menntamáilaráðuneytið leitaði tillagna háskólaráðs um ráð-
stöfun styrksins; var styrkurinn auglýstur til umsóknar með
samþykki ráðuneytisins. Ein umsókn barst, frá cand. jur. Ár-
manni Snævar, og lagði háskólaráð til, að honum yrði veitt-
ur styrkurinn.
Kennsla til endurskoðendaprófs. Háskólaráð samþykkti fyr-
ir sitt leyti, að laga- og hagfræðisdeild tæki að sér kennslu