Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Qupperneq 78
76
Eggert Steinsen ... n. einkunn 5.36
Jóhann Indriðason ... I. — 7.22
Sigurður Magnússon ... II. — 5.36
Sigurður Þormar ... I. — 6.16
Skúli Guðmundsson ... I. — 6.07
Theódór Árnason ... n. — 5.02
Prófdómendur voru Árni Snævarr dipl.-ing., Axel Sveinsson
cand. polyt., Benedikt Gröndal cand. polyt., Bjarni Jósefsson
cand. polyt., Brynjólfur Stefánsson cand. act., Einar B. Páls-
son dipl.-ing., Geir G. Zoéga vegamálastjóri, dr. Guðjón Samúéls-
son, Gunnlaugur Briem simaverkfræðigur, Jakob Gíslason cand.
polyt., dr. Sigurður Þórarinsson, Steingrímur Jónsson rafmagns-
stjóri, Válgeir Björnsson hafnarstjóri og dr. ÞorkeTl Þorkels-
son.
VIII. HEIÐURSDOKTORAKJÖR
Á háskólahátíð 26. október 1946 voru kjörnir 5 heiðurs-
doktorar, sbr. bls. 13 hér að framan. Greinargerðir háskóla-
deildanna fyrir doktorskjörinu eru á þessa leið:
Á fundi sínum 20. sept. síðastl. samþykkti guðfræðisdeild
að kjósa þá dr. Arne Möller, skólastjóra í Haderslev, og séra
Friðrik Friðriksson, framkvæmdarstjóra K.F.U.M. í Reykjavík,
doctores theologiae honoris causa með þessum formála:
Dr. Arne MöTler:
Dr. Arne Möller hefur lagt veigamikinn skerf til rannsókna
á kristilegum bókmenntum íslands með ritum sínum um ís-
lenzkan sálmakveðskap frá upphafi, um Hallgrím Pétursson og
Passíusálma hans, og um Jón Vídalín og postillu hans. Eru
rannsóknir hans og niðurstöður með þeim ágætum, að jafnan
mun verða tekið tillit til þeirra og meira og minna á þeim
byggt. Vill guðfræðisdeildin þakka það með hæsta heiðri, sem
hún ræður yfir.